Helgafell - 01.10.1946, Page 142
324
HELGAFELL
— þar eru þær bækur, sem aldrei
og hvergi fást slíkar til dómsdags.
Þó að Eldur í Kaupinhafn nái hvorki
íslandsklukkunni né Hinu ljósa mani
að styrk eða fegurð, er sama snilldar-
handbragð á málsmeðferð og þeim.
Hér er felld saman klassisk íslenzka,
fyrri alda mál, og kiljönsk fyndni í eina
samsteypta stílheild. Vera má þó, að
útlendra orða gæti helzt til mikið, þar
sem höf. lagar stílinn í hendi sér og
fylgir ekki 18. aldar máli, nema þegar
honum hentar. Kiljan ritar yfirleitt
svo hnitmiðað mál nú, að hvergi virð-
ist sagt of eða van.
Kiljan notar sama rithátt í réttritun
og áður, sem réttritunarnefnd (ennþá
ekki skipuð) ætti að taka sér til
fyrirmyndar, áður en langt um ííður.
Hann skrifar í samræmi við fram-
burðinn tvíhljóða (ei, au, á,) og sér-
hljóðana í og ú undan ng. Auk þess
fellir hann niður z og tvöfaldan sam-
hljóða undan öðrum samhljóðum nema
í hvorugkyns lýsingaro'/ðum. En hve-
nær gerast rithöfundar vorir svo djarfir
að kasta Fyrir borð versta óvini alls
þorra íslenzku skrifandi manna:
ypsiloninu ? Það myndi verða stærsta
átakið í íslenzkri ritsögu, en um leið
og ekki fyrr yrði íslenzkt ritmál gert að
almennings eign í staðinn fyrir að vera
sérréttindi tiltöluiega fárra manna í
þjóðfélaginu.
Hólmavík, 12. júlí 1946
Sveinn Bergstíeinsson