Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 13
HTNAJR longu miðaldir
sem er aðgreint frá kirkju. í riti þessu notar hann ávallt orðið modemus
yfir nýjungar. Andspænis Cimabue og býsantínsku málurunum telur Gi-
otto sig vera „nútímalegan“ og það finnst öðrum líka um verk hans. De-
votio moderna segir skibð við trúarlíf 12. og 13. aldar sem í senn er stút-
fullt af hjátrú og rökhyggju skólaspeldnnar. Það er með því að leggja
áherslu á hið nútímalega, en um leið að lýsa því sem afturhvarfi til hinn-
ar sönnu fomaldar, Grikklands, Rómar og einnig - því má ekki gleyma -
Bibbunnar, sem húmanistarnir sköpuðu miðaldimar. Þær vom eins og
langur dimmur gangur sem tengdi saman tvö skeið sem ljómi var yfir
vegna afreka í vísindum, listum og bókmenntum: fomöldina og þeirra
eigin tíma. Sönn menningarbylting.
Það var þó ekki fyrr en á 17. öld sem þýskir fræðimenn fóm að skipta
mannkynssögunni í þrjú skeið: fornöld, miðaldir og nútíma. (I riti sínu
Arca Noe 1666 segir Georg Hom að medium aevum hafi staðið frá 300 til
1500. I milbtíðinni hafði öldin verið fundin upp.) Hinn merki franski
fræðimaður, Du Cange, festir hugmyndina í sessi þegar hann birtir árið
1678 sitt mikla Glossarium „yfir mið- og láglatínu". Latneskri tungu er
skipt í tvennt: latínu fornaldar og miðaldalatínu, tungumál hnignunar-
innar.
A 18. öld er latneska heitið yfir miðaldir tekið upp í þjóðtungur og þrí-
skipting Evrópusögunnar breiðist út. Miðaldir era vondur tími, myrkar
aldir í hugum upplýsingarmanna. Þrátt fyrir að rómantíkin hafi „endur-
reist“ miðaldimar og að pósitífisminn hafi aðeins btið á þær sem eitt
tímabil meðal annarra, og jafhvel ffekar sem tímabundið framfaraskeið,
þá era orðin miðaldir og miðaldalegt hlaðin neikvæðri merkingu. Hin
flókna og margræða aðdáun á miðöldunum sem greina má í þróuðum
samfélögum samtímans dylur varla aldagömul gmnnviðhorf sem ein-
kennast af fyrirbtningu. Miðaldirnar em frumstæðar, heillandi raunar
eins og frumbyggjahst, en þó afdráttarlaust vilbmannslegar. Öfugsnúin
þrá eftir afturhvarfi til upprunans gerir þær heillandi. Jafnvel þjóðir og
menningarsamfélög sem ekki áttu neinar miðaldir eiga það til að nota
hugtakið í niðrandi tilgangi. Þannig sagði Chadh, forseti Alsírs, nýlega
að þjóð sín ætti ekki að hverfa aftur til miðalda með strangtrúarmönnum
í hópi músbma.
Frá upphafi hefur hugtakið miðaldir því byggst á þeirri hugmynd að
endurreisnin hafi markað þáttaskil. Eg ætla mér ekki í stuttri grein að
taka upp forna og óleysanlega deilu milb miðalda og endurreisnarinn-