Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 196
PREBEN AÍEULEN GRACHT S0RENSEN
es Hákon báðu
heilan koma
ráð gll ok regin.26
(Þegar það fréttist hve vel sá konungur hafði þ\-rmt véunum
báðu máttarvöld og goð Hákon að koma heilan.)
Þetta er heiðið sjónarhorn á ffáhvarf Hákonar frá trúnni, en hliðstæðan
við kristna hugsun er greinileg. Hákon er hræddur um að komast ekki til
Valhallar, vegna þess að hann hefur verið kristinn, en goðin taka við hon-
tun vegna þess að hann hefur þrátt fyrir það ekki eyðilagt vé þeirra. Hið
heiðna skáld notar sem sagt hina kristnu hjálpræðishugmynd til að skýra
samband Hákonar við goðin í Valhöll, og þegar fram kemur í kvæðinu að
Hákon hafi þyrmt vétmum segir það meira um samband kristinna kon-
unga við heiðinn sið en þeirra heiðnu.
Andstæðunni milli heiðinna bænda og kristixma konunga er lýst nánar
í Velleklu, sem er lítið eitt yngra lofkvæði, ort af Einari skálaglamm til
Hákonar jarls, sem einnig stóð í trúskipmm.
Qll lét senn enn svinni
Spnn Einriða mpnnum
Herjum kunn of herjuð
Hofs lpnd ok vé banda,
(Hinn vitri maður [Hákon jarl] lét menn tafarlaust hafa í heiðri
velþekkta hofstaði Þórs sem herjað hafði verið á og vé goða.)27
Jarlinn kom sem sagt á heiðnum sið að nýju, eftir að hinir kristnu Gmm-
hildarsynir höfðu eyðilagt helgistaðina, en skáldið segir ekkert urn að
konungurinn hafi staðið fyrir blótum. Um það sáu bændurnir í hérað-
inu.
Bæði í Agripi og hjá Snorra er vísa Eyvindar notuð sem undirstaða ff á-
sagnarinnar af ffáhvarfi Hákonar frá trúnni, og Snorri dýpkar hugmynd-
ir sínar um hlutverk konungsins í helgiathöfhunum í lýsingunni á blótinu
26 Hákonarmál, 18. erindi. Den norsk-islandske skjaldedigtning, bindi B:I, bls. 59. Heims-
kringla, fyrsta bindi, bls. 196.
11 Vellekla, 15. erindi, Heimskringla bindi I, bls. 241-42. Sbr. Den norsk-islandske skjalde-
digtning, bindi B:I, bls. 119.
194