Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 65
TTLBRIGÐIUM NJALU
ritaðar á sama tíma og megintexti handritsins. í Kálfalækjarbók, sem er
örKtið yngra handrit en Reykjabók, eru allar vísumar í meginmáli hand-
ritsins. Einar Ol. Sveinsson greindi handrit Njáln í þrjá flokka, X, Y og
Z, og í X-flokkinn falla þau handrit sem geyma aukavísur, fleiri eða færri.
Ef einungis er litið til fjórtándu aldar handrita sögunnar falla 10 handrit
eða handritabrot í X-flokkmn, þar á meðal tvö aðalhandrit sögunnar,
Kálfalækjarbók og Reykjabók, sem skrifuð eru á fyrsta fjórðungi fjór-
tándu aldar. Það er því ljóst að aukavísumar em ekki áhugamál eins skrif-
ara heldur algengt val ritaranna.
Einar Ol. Sveinsson lagði Möðruvallabók til grundvallar í útgáfu sinni
á Njálssögu árið 1954 og því er eðlilegt að engin aukavísa sé í meginmáh
hans útgáfu. Einar Ólafur prentaði hins vegar aukavísumar í viðauka.
Finnur Jónsson sleppti vísunum í útgáfu sinni árið 1908, jafnvel þó að
haxrn fylgdi Reykjabók, því hann taldi vísurnar síðari tíma viðbót. I út-
gáfu Svarts á hvítu árið 1988 var vísunum einnig sleppt jafnvel þó að
Reykjabók væri þar lögð til grundvallar.ls Það má því segja að aukavísun-
um hafi verið sleppt úr fræðilegri umræðu um Njáls sögu á síðustu öld.
Arið 2003 gaf Sveinn Yngvi Egilsson út Reykjabókartexta Njálu svo að
nú er mögulegt að lesa hann án nokkurra úrfellinga.
Til glöggvunar á varðveislu aukavísnanna er gagnlegt að hafa töfluna
á bls. 62 til hhðsjónar, sem fengin er úr bók Einars Ol. Sveinssonar um
handrit Njálu. Eins og sjá má af töflunni era þau handrit sem yfirleitt
varðveita aukavísumar ekki samstiga um hvaða vísur skipti máli; reyndar
verður að hafa í huga að handritin era ekki heil svo að þau eru ekki allt-
af samanburðarhæf. Reykjabók varðveitir 27 vísur, en svo virðist sem
Kálfalækjarbók sé ein um að \dtna til 11. og 12. vísu eftir Skarphéðin, en
þær eiga heima í húskarlavígaþættinum, og vísu Þormóðs Olafssonar eft-
ir dauða Gunnars Hámundarsonar. I delta-bvoúmi, sem er ritað um 1300,
er aðeins úrval vísnanna; hið sama má segja um epsilon-brotið sem er frá
um 1400 enda falla þessi handrit í undirflokk X-flokksins, H-flokkinn, en
í hnnnm era mun færri aukavísur en í H-flokknum.16 Skafmskinna vitn-
15 Benda má í þessu sambandi á ritdóm Einars Más Jónssonar um útgáfu Svarts á hvítu
á Njálssögu árið 1989, en í þeirri útgáfu var vísunum einnig sleppt jafnvel þó að fylgt
væri útgáfu Konráðs Gíslasonar sem byggir á Reykjabók. Sjá svar Bergljótar S.
Kristjánsdóttur, Sverris Tómassonar og Omólfs Thorssonar „Steingervingshátmr“,
Tímarit Máls og menningar 50 (1989), bls. 117-28.
16 Sjá nánar um undirflokka X-flokksins, Brennu-Njáls saga, bls. cliii-iv.
63