Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 36
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTTR
Það er því varla tilviljun að Remondín skuli stinga fi'ænda sinn í nafl-
ann og eins og Sylvie Roblin bendir á gildir það sama um skögultönn
Geoffroy, sonar Melúsínu og Remondíns. Tönnin er í senn merki um
tvíþætt eðli sjötta sonarins og bein skírskotun til tdlligaltarins í Colomb-
iers-skóginum: Geoffroy er villisvín í mannsmynd og í immdskre}Ttri út-
gáfu verksins frá árinu 1478 stendur sams konar tönn út úr munni Geof-
froy og kjafti villisvínsins.22 Hann er sá eini af þeim bræðrum sem
kenndur er við dýrslegt útlitseinkenni sitt og fær viðurnefnið Grande
Dent „með stóru tönnina“ eða „skögultönn“. Hann greinir sig frá bræðr-
um sínum þar sem hann er hugrakkari en þeir, en hann er líka grimmur
og skapmikill, og það er hann sem gerir ósk Melúsínu um að verða dauð-
leg og mennsk að engu með því að brenna klaustur og munkana með í
bræði sinni yfir því að bróðir hans hafi gengið í regluna. Þannig hefst til-
vist Melúsínu í mannheimum með villisvíni og lýkur af völdum Hlligalt-
ar í mannsmynd.23 Af tíu sonum álfkontmnar er Geoffroy sá sem stend-
ur móður sinni næst og hann á ríkan þátt í því að afhjúpa hennar innsta
eðli. Þótt Melúsína veiti börnum sínum kristilegt uppeldi þá bregður les-
anda, líkt og Remondín, við viðbrögð hennar við voðaverki sonarins.
Hún minnir örvæntingarfullan eiginmann sinn á að vegir Guðs séu
órannsakanlegir og að þau eigi nægt fé til að bæta um betur og reisa nýtt
klaustur. Þessi lausn minnir á launráð Melúsínu til að koma Remondín
undan refsingu þegar hann verður valdur að dauða frænda síns í skógin-
um og er til merkis um alvarlegan brest í hennar annars kristilega hug-
arfari, en það ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Sú sem hefur lokað
föður sinn inni í fjalli og látið bana syni sínum býr yfir sömu griinmd og
sonur hennar og Presína þegar hún refsar dætrum sínum. Og til að und-
irstrika hlutverk Geoffroy skögultannar í sögunni fellur það í hans hlut
að komast að leyndarmáli Melúsínu sem enginn veit um.
et 28 mars 1997 á l’Umversité Paris XII et au Collége des Irlandais réunis par J.-M.
Boivin et P. MacCana, París: Champion, 1999, bls. 263-279, bls. 263. Frumkvæði
Melúsínu í verkinu öllu er hins vegar afar óvenjulegt.
22 Sylvie Roblin, „Le sanglier et la serpente: Geoffroy la Grant’Dent dans 1 ’Histoire des
Lusignan“, Métamorphose et bestiaire fantastique au Moyen Age, ritstj. Laurence Harf-
Lancner, París: Collection de l’ENSJF, 1985, bls. 247-285, bls. 256. í verki Cou-
drette (bls. 95-96) er Geoffroy líkt við villisvín þegar hann leggur eld að klaustrinu:
„Hann varð blóðrauður af reiði, svimaði og froðufelldi eins og villisvín".
23 Hvers vegna villisvín? Ásamt hirtinum, er villisvínið eftirsóttasta villibráð yfirstétt-
arinnar á miðöldum. Um kvenlega táknfræði villisvínsins, sjá Bertrand Hell, Le sang
noir. Chasse et mythe du Sauvage eri Europe, París: Flammarion, 1994, bls. 273-274.
34