Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 25
,EG ELSKAHANAEINS OG HUN ER ...
býður Melúsína til veislu og gefur kastalanum nafnið Lusignan. Að svo
búnu eignast hún son, Urian, hið efnilegasta barn nema hvað andlitið er
allt á þverveginn, annað augað rautt en hitt blátt og eyrun gríðar stór.
Þegar Remondín bregður sér af bæ lætur Melúsína hendur standa fram
úr ermum, byggir tum og reisir byggð þar í kring. Svo eignast hún ann-
an son, Eudes, og er annað eyra hans mun stærra en hitt. Enn lætur Mel-
úsína byggja kastala, tum, bæi og klaustur, og sýnir fátæklingum mikið
örlæti. Svo eignast hún þriðja soninn, Guion, og er annað auga hans of-
ar en hitt. Byggingar halda áffarn að rísa á jörðum bónda hennar, og hún
eignast fjórða soninn, Antoine, og er sá með ljónsloppu á vinstri kinn og
vaxa þar klær. Svo snýr hún sér að kirkjubyggingum og eignast fimmta
soninn, Renaud, sem er eineygður. Geoffroy er sjötti sonurinn, og stend-
ur löng tönn út úr munni hans. Fær hann því viðurnefnið skögultönn.
Sjöundi sonurinn, Fromont, er með loðinn blett á nefinu, líkastan feldi
moldvörpu. Þegar Melúsína hefur verið gift í ellefu ár eignast hún átt-
unda soninn, Horrible, og er hann þríeygður. Tveh seinustu bræðumir
heita svo Raimonet og Thierry og er þess ekki getið að þeir hafi verið
vanskapaðh á nokkum hátt. Nú líða nokkur ár. Einn dag, laugardag, er
mágur Melúsínu gestkomandi og furðar hann sig á því að húsmóðirin
skuli ekki snæða með gestinum. Eins og venjulega á þessum degi vikunn-
ar tekur Melúsína ekki þátt í amstri hversdagsins og dregur sig í hlé.
Remondín segh konu sína vant við látna og að hann geti fengið að sjá
hana daginn efth. Þá svarar gesturinn að hann megi til með að upplýsa
eiginmanninn um þann orðróm að kona hans sé honum ótrú á hverjum
laugardegi og að hann sé svo blindaður af ást að hann láti hana komast
upp með hvað sem er. Enn aðrh segi að hún sé álfkona sem taki út refs-
ingu sína á laugardögum. Remondín stekkur frá borðum, nær í sverð sitt
og stefnir þangað sem Melúsína fer hvem laugardag. Fyrir honum verð-
ur þykk jámhurð en hann bregður sverðinu, rekur oddtnn í hurðina og
snýr þar til honum tekst að gera þar lítdð gat. Hann gægist inn um gatið
og sér Melúsínu sem situr þar í stóm marmarakeri og var hún „[...] kona
niður að nafla og greiddi hár sitt, en há nafla og niður var hún með
slönguhala sem var jafn sver og síldartunna og furðu langur, og sló hún
svo fast vatnið í kerinu að það skvettist upp í loft“ (bls. 660). Remondín
bregst hryggur við þessari sýn: „Astin mín, fýrir ill ráð bróður míns hef
ég nú svikið þig og svikið loforðið sem ég gaf þér“ (bls. 660). Hann nær
í vax og fyllir upp í gatið, vísar bróður sínum á dyr og leggst svo fyrir
23