Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 77
TILBRIGÐIUM NJALU
unum er bætt inn þar sem áheyrendur hafa saknað andrúms og hvíldar í
frásögninni; saknað raddar hetjanna á örlagastundu. Þær heyrast t.d. í
víkingaferðum Gunnars, þegar Þórður leysingjasonur drepur og er drep-
inn, við heyrum níðvísur Sigmundar í dyngju Hallgerðar í þessum hand-
ritum sögunnar, vísu Skarphéðins eftir að hann drepur Sigmund og
sendir afhogginn hausinn til HaUgerðar, vísur Gunnars á vígastundu, eft-
ir bardagann á Knafahólum, þegar Gunnar drepur Skammkel og Þorgeir
Otkelsson, og loks vísu eftir að Hallgerður neitar Gunnari um hárlokk-
inn, þegar Skarphéðinn hreytir ónotum í Hallgerði í síðasta sinn og þeg-
ar hann drepur Þráin Sigfússon - og svo mætti lengi telja. Vísumar
leggja áherslu á aðalatburði sögunnar, þegar hetjan hefur drepið eða er í
mikhim vanda. Gunnar gleðst yfir sigrum sínum; og er ekki aðeins mál-
aður með þeim fölu litum sem koma fram í svari hans í Möðruvallabók,
þar sem segir að honum þykkir meira fyrir en Qðmm mQnnum at vega
menn. Harrn verður vígalegri í Reykjabók og Kálfalækjarbók.
I handritum Njálu nálgumst við landamæri hins munnlega, áheyrenda-
hópinn sjálfan, í síbreytilegum texta sögunnar. Hfin ritaða Njála á síðari
hluta þrettándu aldar kallaði bersýnilega á viðbrögð, og vísumar em
áþreifanlegur vitnisburður um áhuga á ákveðnum persónum sögunnar,
sér í lagi á Gunnari og Skarphéðni, og viðleitni til að tengja orð þeirra
við dróttkvæðahefðina og hin fomu skáld. Sú hefð var flókin og merk-
ingarþrungin þegar komið er fram undir 13 00, og mynd skáldsins marg-
vísleg í miðaldaritum. Þeir Gunnar og Skarphéðirm em hinar tragísku
hetjur Njáls sögir, báðir hverfa á goðsagnarkenndan hátt út úr sögunni -
kveðja í vísum innan úr brennu eða haugi. I Möðmvallabók sem geymir
engar aukavísur era þær vísur þær íyrstu og einu úx þeirra munni en í
Reykjabók em þær síðustu vísuorðin í langri keðju sem hefur verið
þrædd í gegnum aðalviðburði sögunnar.
F.n geyma aukavísurnar nokkurs konar túlkun á lykilstöðum í frásögn-
inni? Á bókmenntaleg túlkun á Njálu sér stað í sögunni sjálfri; túlkun
sem borin er fram af aðalpersónum hennar? Þessar spurningar em
vandasamar og mikilvægt að fara varlega í að draga ályktanir. Það er ljóst
af fræðibókum miðalda um dróttkvæðan kveðskap að vísur em ekki til
skrauts og þær skal túlka, og kenningasmíðin er margbreytileg og marg-
ræð. Orðalagslíkindin milli lausamáls og aukavísnanna undirstrika að vís-
umar geyma bókmenntaleg viðbrögð við lausamálinu; ritskýringin er
með\'ituð og ekki er reynt að fela hana í vísunum. Þvert á móti. Orðin í
75