Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 167
SMÁ-SAGA
ars er mildl, þekking hans sömuleiðis og óleysanlegar ráðgátur kljáist
hann við af yfirvegun og sanngimi. Hann sér vitið í röksemdafærslum
þeirra fræðimanna sem hann er ósammála og viðurkennir fúslega hald-
leysi þeirra raka hans sjálfs sem lítil stoð er í. Niðurstöður hans eru því
alltaf ábyggilegar þar sem rökum verður á airnað borð við komið. Goða-
menning stenst því betur en flest fræðirit þá kröfu sem mér finnst að megi
gera til góðra vísinda, kröfuna um gagnsæi. Gunnari er lagið að leggja öll
spilin á borðið, útskýra samhengi þeirra og túlkanir annarra á þeim, og
koma lesandanum síðan á sitt band þannig að honum finnst hann ekki
hafa verið teymdm eða ginntur, heldur af því að hann hafi sjálfur gert
upp hug sinn undir traustri leiðsögn. Tilgátur Gunnars finnast mér hins
vegar oft lítið girnilegar - ekki endilega af því að þær séu ekki skynsam-
legar - heldur af því að þær einkennast yfirleitt af naumhyggju og íhalds-
semi. Það er líklega sú grunnafstaða Gunnars sem gerir röksemdafærsl-
ur hans svo traustvekjandi, en íyrir vikið væri oftnælt að bókin blési
manni í brjóst neinni sérstakri andagift eða hvetji mann til dáða. Eg varð
feikilega þakklátur fyrir fyrstu tvo meginkafla bókarinnar - „Alitamál um
stjómkerfið“ og „Goðar og bændur“ - því þar er farið skipulega yfir
margs konar flókin mál sem mér hefur ekki tekist að hugsa skýrt um, en
í næstu tveimur köflum er farið yfir kunnuglegra efni og margtuggnara
og á endanum var ég kominn með hálfgert óþol yfir skorti á innblæstri.
Þetta er ekki bók sem á að lesa í einum rykk - og ræð ég lesendum Rits-
ins eindregið frá því - heldur er hún meira eins og ritfélagi, companion,
sem hverfur seint af borðshomi þeirra sem hafa minnstu áhyggjur af
stjómkerfi þjóðveldisaldar.
Ef Land úr landi er kæst skata - óhollur matur sem fjöldi fólks trúir að sé
góður og hollur (en borðar bara einu sinni á ári af því að það veit að það
hefur rangt fyrir sér) - og Goðamenning lambalæri með kartöflum, sultu
og brúnni sósu - staðgóður hátíðarmatur en einhvem veginn ekki æsi-
legur þótt maður sé alltaf feginn að fá hann - þá er bók Torfa Tulinius,
Skáldið í skriftinni, vínarbrauð. Manni líður vel á meðan maður neytdr
hennar, en verulegt vafamál er með hollustuna.
Torfi Tulinius (f. 1958) er prófessor í frönsku við Háskóla Islands en
hefur um árabil fengist við rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum.
Bókin þallar um Egils sögu og meintan höfund hennar, Snorra Sturlu-
son. I fyrri hlutanum er afarsnjöll og bráðskemmtileg greining á sögunni
íÓ5