Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 223
SAMFÉLAGIÐ OG HIÐ YFIRSKILVITLEGA
héldi virðingu sinni með því að bjóða hinum reiða dýrlingi mikilfengleg-
ar bætur í stað fórnarlambsins. A súluhöfði í kirkjunni í St. Benoít-sur-
Loire liggur riddari flatur fyrir fótum heilags Benedikts; maðurinn sem
hann hafði fjötrað að ósekju stendur á bak við hann og lyftir örmum, laus
úr hlekkjunum. En það er ekki að fótum fangans sem hann braut gegn
sem riddarinn kýs að falla fram og biðjast fyrirgefhingar.63
Ef við eigum að gefa okkur að þeirri tegund breytinga sem fóru að lok-
um hratt af stað á tólftu öld, enda þótt aðdraganda hennar megi staðsetja
á elleftu öld, og þótt fyrirboða hennar megi þegar finna á tíundu öld
t.a.m. þegar litið er til tilbeiðslu, ættum við að athuga markalínuna milli
hins helga og hins veraldlega, í þeirri skilgreiningu að þar standi hið
hlutlæga ó-mannlega andspænis afstæði hins mannlega. Þessi afstaða
breyttist á einhvern lúmskan hátt á þessum umskiptaöldum. Því staðan
framan af miðöldum var sú að það mátti blanda saman hinu helga og
hinu veraldlega, vegna þess að mörkin milli hins hlutlæga og hins afstæða
í mannlegri reynslu eru gerð óljós af ásettu ráði hvar sem þurfa þykir.
Tökum dæmi úr dýrlingaátrúnaðinum: samanrekin og gyllt styttan af
heilagri Foye, alsett dýrum steinum, er gædd öllum þeim óhagganlega
tignarleika hlutlægs krafts sem býr yfir eigin frumkvæði, mitt í samfélagi
sem ætlar að klofna af efa, afstæði og ósætti manna. Styttan, sem enn gef-
ur að líta í Conques, var kölluð Maiestas dýrlingsins.64 Um alla Evrópu
höfðu áþekkir helgigripir svipaða óhagganlega eiginleika:
Máttur dýrlinganna bætti upp ófullkomleika mannlegra úr-
ræða. Þeir voru geysilegt afl í baráttunni gegn hinu illa; þeir
fylltu upp í þær gloppur sem urðu í mannlegu réttarkerfi.65
Þetta var einkennilega afstæð hlutlægni. Því helgir dómar voru valdir
vegna þess að þeir voru leifar af fólki. Hinn yfirskilvitlegi heimur var
sniðinn eftdr f}nirmynd þar sem ríktu mikil persónuleg samskipti. Helg-
ur dómur gat fengið ákúrur eins og máttlítill lénsherra mátti eiga von á
frá lénsmönnum sínum ef vernd hans brást. Þegar heilagur Benedikt
leyfði þjófum að ræna helgiskrín sitt, lamdi gæslumaðurinn í St. Benoit-
sur-Loire skrínið með priki og hrópaði: „Sauðurinn þinn! Ef þér er ekki
63 Yvonne Labaude-Mailfort, „L’iconographie des lai'es dans la société religieuse des
xie et xiie siécle,“ I laici nella „societas christiana, “ pl. V. mynd 13.
64 Mirac. S. Fidis I, 16. bls. 52.
65 R. W. Southem, The Making ofthe Middle Ages, bls. 137.