Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 72
GUÐRÚN NORDAL
Orðalagslíkindi við lausamálstexta Gráskinnu eru ekki sláandi í vísunum
tveimur, aðeins í setningunni: Ek vilda segja skilit við Hrút eða Qldn jó-
kennanda (farmaður), eins og tilvísunin í Hrút er umorðuð í hinu bmidna
máli. Unnur kveður sterkt að orði með því að umorða g/Qmingana í
fyrstu vísunni í eitr. Eitrið hefur hlaupið í líkama eða gemaðarlim hins
ástríðufulla (lundýgr) Hrúts þegar hann leitar munúðar í hjónasænginni
(línbeðr).32 Linbeðr vísar beint í hjónasængina og um leið er varpað upp
mynd af brúðarlíni Unnar sem hún bar á brúðkaupsnótt sinni. Aheyr-
endur eru með þessu eina orði minntir á þá staðreynd að Unnur er enn
óspillt mey, hjónabandið hefur ekki enn verið fullkomnað. Sagnorðið
leita tengist þrá hvors til annars; Hrútur leitar mUnúðar og hún leitarynd-
is. Tregi og angist beggja er dregin fram í vísunni en er ekki eins áber-
andi og áhrifamikil í lausamálinu. Þriðja vísan er hins vegar sneggri og
hvatvísari. Unnur hefur tekið ákvörðun. Hrúti er lýst í fáguðum en köld-
um og fjarrænum kenningum. Skáldið kallar fram mynd af ísköldum jökli
í fyrri kenningunni um Hrút sem sköpuð er af mikilli myndvísi. Ríki-
dæmi Hrúts er táknað með hrollköldu silffi. Síðari kenningin dregur upp
mynd af hinum fjarlæga farmanni. Hrúmr er á leið burt, kannski til þess
lands þar sem hin fjölkunnuga Gunnhildur býr.
Öll handritin eru sammála um síðasta tilsvar Unnar í samtali feðgin-
anna:
„Hversu má svá vera?“, segir Mprðr, „ok seg enn gorr.“ Hon
svarar: „Þegar hann kemur við mik, þá er hgrund hans svá mik-
it, at hann má ekki eptirlæti hafa við mik, en þó hQfum vit bæði
breytni til þess á alla vega, at vit mættim njótask, en þat verðr
ekki. En þó áðr vit skilim, sýnir hami þat af sér, at hann er í œði
sínu rétt sem aðrir menn.“ (Brennu-Njáls saga, bls. 24)
Öll handrit sögunnar hafa sömu efnisatriðin en í Reykjabók og Kálfa-
lækjarbók eru skilaboðin í senn sett í myndrænan búning í vísum, sem
hægja óneitanlega á samtalinu, og opinberuð með einföldu sniði í lausa-
málinu. Endurtekningin er auðvitað þekkt stílbragð.
Það fer ekki hjá því að skáldhæfileikar Unnar í vísunum þremur dýpki
lýsingu hennar í sögunni; sá sem hefur lagt vísurnar henni í munn gefur
32 Leshættir handritanna eru linnbeðs (Kálfalækjarbók) og línbeðs (Reykjabók), og velur
Einar Ol. (og byggir einnig á athugunum Finns) fyrra tilbrigðið í útgáfum sínum.
Hið síðara er hins vegar margræðara og hæfir samhenginu betur.
70