Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 120
SVANHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
séu frá upphafi heims 5857 ár og að Guði einum sé kunnugt um hve
mörg ár séu þá eítir í sjötta heimsaldri.1
Heimsaldrar Bedu prests hafa um margt sama svipmót og krónikur Is-
idórs. Líkt og biskupinn í Sevilla setti Beda saman tvö ágrip af heims-
öldrum og í báðum tilvikum gengu þau inn í stærra verk um tímatals-
fræði. Þannig er stutt ágrip heimsaldra að finna í De temporibus (703) og
lykilverki Bedu um tímatal De temporum ratione (725) lýkur á sex köflum
sem mynda ítarlegra (en þó engan veginn orðmargt) yfirlit um sögu ver-
aldarinnar. Beda lýkur sínurn heimsöldrum á frásögnum af komu And-
krists og dómsdegi og útskýringu á sjöunda og áttunda heimsaldri. Sjö-
undi heimsaldur er hvíldartími sálna hinna rétdátu, sambærilegur við
sjöunda dag sköpunarinnar þegar Guð hvíldist og laugardaginn sem
íylgdi á efdr krossfestingu Krists. I meðferð Bedu líður sjöundi heims-
aldur samtímis hinum sex, þangað hverfa sálir rétdátra við andlátið og
bíða dómsdags. Attundi heimsaldur á sér síðan samsvörun í upprisudegi
Krists, páskadegi, og stendur um eilífð.18
Olíkar tegundir veraldarsagna á hámiðöldum
Heimsaldrar Bedu falla tmdir það sem Anna-Dorothee von den Brincken,
einn helsti brautryðjandi í rannsóknum á veraldarsögum, hefur nefnt series
temporum og var algengasta form veraldarsagna framan af miðöldum.19 Ef
til vill mætti hafa íslenska orðið aldartala um slík verk en það kernur þuir í
texta frá 12. öld (sbr. hér aftar, bls. 123) og merkir þar að líkindum yfirlit
yfir heimsaldra.201 aldartölum er leitast við að nefha helstu persónur og at-
burði sögunnar í samfelldri tímaröð með strangri tilvísun til tímatals
og/eða ættartalna og ríkisára höfðingja, en þær geyma líttið af eiginlegum
frásögnum, eru jafhan fremur smttar og gagnorðar og mirtna að því leyti
17 Isidori Hispalensis episcopi Etymologiarum sive Originum libri XX, 10111.1, Lib. V, xxxix.
18 Bedae venerabilis opera. Pars VI. Opera didascalica 2. Utg. Ch. W. Jones. Coipus christi-
anoi-um series latina CXXIII B. Turnhout: Brepols 1977, bls. 463-544.
19 Anna-Dorothee von den Brincken. „Zu Herkunft und Gestalt der Martins-
Chroniken“, Deutsches Archiv fiir Erforschung des Mittelalters 37/2 (1981), bls. 694—
755, bls. 700.
20 Stefán Karlsson, „Fróðleiksgreinar ffá tólftu öld“, Stafkrókar, Reykjavík: Stofnun
Arna Magnússonar 2000, bls. 95-118, bls. 105. Greinin birtist íyrst íAfmælisritiJóns
Helgasonar 30. júní 1969, ritstj. Jakob Benediktsson o.fl. Reykjavík 1969, bls.
328-349.
ii8