Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 222
PETER BROWN
mannlega, er notkun þess afskaplega ósértæk. Það gengtir inn í mannlegt
samfélag við allar hugsanlegar kringumstæður.
Við erum að fjalla um hið helga sem hjálpartæki, nákvæmlega tilsnið-
ið (þótt ómeðvitað sé) í því skyni að leysa mannlegar deilur sem annars
væru óbærilegar. Þess vegna eru viðhorf gagnvart hinu helga í persónu-
legum viðskiptum manna á milli algjörlega sambærileg \áð skírsluna.
Samfélag ármiðalda fór nákvæmlega eins að með syndara í sínum röðum
og við höfum séð annars staðar.s9 I yfirbótinni varð að felast sterk yf-
irlýsing. Maður samdi sirrn frið allt eins við samfélagið og við Guð, og
hugmyndin um hið helga hjálpaði honum að gera shkt án þess að bíða
álitshnekki. Hinn iðrandi syndari gat dregið sig í hlé ffá mannlegu sam-
félagi með því að gerast munkur - það er, með því að fá aukaaðild að
samfélagi hinna ó-mannlegu, og hfa h'fi engils. Ef hann dró sig ekki í hlé
fyrir fullt og allt sem munkur, gat hann að minnsta kosti markað sér sér-
stöðu, annaðhvort með yfirbótarútlegð eða með serimóníum sem voru
jafu flóknar og langdregnar og jafii mikið sjónarspil og hvaða skírsla sem
var.60 Yfirbót mektarmanns í Englandi á tíundu öld var nokkuð sem ekki
mátti missa af:
... og látið ríkismanninn reyna að fella alvörutár og gráta synd-
ir sínar; og látið mann síðan fæða í þessa þrjá daga eins marga
af fátækhngum Guðs og honum er mögulegt.61
Hið helga, í krafti þess að það er ósýnilegt, var álitrið búa yfir meiri mildi
en menn. Hægt var að gera bætur til dýrlingsins fyrir hvaða meingjörð
sem var. Annað var uppi á teningnum þegar sýnilegar mannlegar veiur
áttu í hlut. Þegar Raoul de Cambrai hafði lamið Bemier með skákborði
bauðst hann til að bæta fyrir það með því að skríða fjórtán mílur á hnján-
um með hnakk Bemier á höfðinu. Bernier neitaði að fallast á jafhvel svo
gagngera niðurlægingu, með þeim afleiðingum að við blasti blóðhefnd.62
Dýrlingamir, ólíkt Bernier, höfðu ekki það orð á sér að \risa bótaviðleitni
á bug. Brot gagnvart öðmm manni mátti bæta fiuir þannig að maður
59 C. Vogel, Le pécbeur et la pénitence au moyen-age, París, 1969, er einstaklega fræðandi
textasafn.
60 Sjá t.d. bréf Paulinusar af Aquilia (d. 802) til Haistulphs, Migne, PL, XCIX, bls.
181-186.
61 C. Vogel, Lepécheur et la pénitence au moyen-age, bls. 126.
J.-C. Payen, Le motifdu repentir dans la littérature fi-angaise médiévale, Genf, 1967, bls.
199-200.
220