Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 159
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ VÍSINDI?
og þétt næstu ár og jafhvel áratugi. Það sama mundi eiga við tun helstu
verk Hegels, Rousseaus og fleiri heimspekinga og sú er ugglaust raunin
um Uppmna tegundanna. Verk af þessu tagi seljast ekki í stórum upplög-
um um leið og þau koma út, heldur jafnt og þétt á löngum tíma. Augljós-
lega eru það fyrst og fremst stóru forlögin sem ráða yfir því fjármagni
sem þarf til að gefa út verk með það fyrir augum að þau borgi sig á löng-
um tíma - kannski á tíu árum í stað eins árs - en samt treysta þau sér ekki
til að standa að neinni fræðibókaútgáfu af viti, síst af öllu vönduðum
þýðingum klassískra rita. Er þetta vegna almenns menningarleysis -
áhugaleysis um þessi efnir Eða hver er skýringin?
A síðustu árum hefur vægi þekkingar og vísinda aukist mjög í þjóðfé-
laginu, eða það er að minnsta kosti áht manna að svo sé. Það er merki-
legt að þetta skuh ekki koma betur fram í útgáfu en raun ber vitni. Auð-
vitað eru þessi rit sem hér er fjallað um ekki tæmandi listi yfir rit um
vísindi, sögu og heimspeki vísinda sem út hafa komið, en þetta er þó
drjúgur hluti stærri verka undanfarin tvö ár. Hvers vegna er ekki meira
skrifað af spennandi efni um vísindi þegar það virðist vera samdóma álit
fólks að Island sé orðið eða að verða þekkingarsamfélag?
Það má reyndar ganga lengra og spyrja hvers ve,gna ekki sé miklu meiri
umræða um vísindi í samfélaginu en raun ber vitni og hvers vegna ekki
renni miklu meira fjármagn til þeirra úr því að þau eru svona mikilvæg?
Þegar sett voru ný lög um Rannís fyrir fáeinum árum var mikið gert úr
því að þessi helsti sjóður fyrir vísindastarf á Islandi væri þar með færður
upp á „æðsta stjómsýslustig“.3 Þessi uppfærsla sjóðsins hefur hingað til
skilað sáralitlu í formi hækkaðra framlaga. Miðað við þau framlög sem
farið hafa til ýmissa verkefna á sviði byggðastefnu og samgöngumála er
ekki annað að sjá en vísindi og rannsóknir séu afar neðarlega á forgangs-
hsta stjómvalda. Hið raunvemlega viðhorf til vísinda endurspeglast líka
í efhisvah fjölmiðlanna. Morgunblaðið, svo dæmi sé tekið, gefur út sérblað
um viðskipti, sjávarútveg, íþróttir, Kfsstíl og menningu en ekkert um vís-
indi. Blaðamenn vita í flestum tilfellum afar lítið um vísindi og fulltrúar
fyrirtækja sem stunda vísindalegar rannsóknir í hagnaðarskyni geta sagt
þeim nánast hvað sem er. Það mætti í rauninni kalla viðhorf fjölmiðla og
stjómvalda til vísinda vísindafælni: Menn hamra mjög á mikilvægi þeirra
en reyna á sama tíma að leiða þau hjá sér.
3 Sjá Hafliði Pétur Gíslason, „Avarp formanns 2002“, Rannsóknarrá5 Islands,
Arsskýrsla 2001, Reykjavík 2002, bls. 4.
H 7