Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 183
HÁKON GÓÐI OG GUÐIRNIR
undir kardínálann var staða íslands gagnvart norska konungsvaldinu en í
sögunni kemur fram að „hann kallaði það ósannligt, að land það þjónaði
eigi undir einhvern kóng sem öll önnur í veröldunni“' Akveðið var að
senda íslenska höfðingjann Þórð kakala, sem hafði dvalist nokkur ár í
Noregi að skipan konungs, til Islands ásamt Norðmanninum Heinreki
Kárssyni sem var nýskipaður biskup á Hólum. Attu þeir í sameiningu að
telja Islendinga á að gefa sig á vald konungi.
Oft er vitnað í orð Vilhjálms kardínála þegar lýsa á stöðu íslenska þjóð-
veldisins gagnvart norska konungdæminu síðustu áratugina áður en Is-
lendingar létu formlegt sjálfstæði sitt af hendi; og það er auðvitað til þess
að draga upp mynd af þessu ástandi sem ummæh hans eru tilfærð í sög-
unni. Þótt ekki séu þau löng varpa þau ljósi á sýn kirkjunnar á veraldleg
valdatengsl og byggjast á skilningi hennar á sambandinu milli valds og
trúar. Æðsta vald á jarðríki átti að vera í höndum konungsins, en Guð
hafði falið honum það til að hann gæti stjómað í anda kristinnar trúar og
réttlætis. Þess vegna má líta á það sem meira en diplómatískt herbragð
að konungurinn og kardínálinn hafi í sameiningu tekið þá ákvörðun að
senda íslenska höfðingjann og hinn norska biskup til íslands. Það þurfti
að vera samvinna milli kirkju og höfðingjavalds til þess að hægt væri að
ná tökum á stjómskipunaróreiðunni sem átti rætur sínar að rekja til hins
heiðna goðasamfélags. Samvinnan fór fljótlega út um þúfur á Islandi,
eins og á svo mörgum öðrum stöðum í kristninni, en það er annað mál.
I upphafi tólftu aldar útskýrði Engilsaxinn Ælnoth sambandið milli
guðlegs og veraldlegs valds í Danmörku í bók sinni um heilagan Knút.
Líkt og Passio Canuti sem er aðeins eldra, sýnir verkið fram á að konung-
urinn sé útvalinn af Guði kristinna manna. Það sýnir einnig að þegar
Danir gerðu uppreisn gegn Knúti og drápu hann að áeggjan djöfulsins,
var þeim refsað með hungursneyð sem varði þar til þeir áttuðu sig á
syndinni sem þeir höfðu drýgt. Ælnoth kemur þessum guðfræðilega
skilningi á ríkinu á ffamfæri strax í formálanum þar sem hann segir kon-
unginn stjóma með mætti sem hann hefur ffá Guði, hann sýni kærleika
Guðs og gangi með konungstign sinni í hans stað á jarðríki.1 2
1 Det Amamagnaanske Haandskrift 81a Fol., útg. A. Kjær og L. Holm-Olsen. Kristi-
ania Den Norske Historiske Kildeskriftkommission, 1910-47, bls. 603. Tilvimunin
er hér færð til nútímastafsemingar - ritstj.
2 Sjá þýðingu Erling Albrectsens í Knuds-Bogen 1986. Studier over Knud den Hellige,
Oðinsvé: Fynske Studier XV, 1986, bls. 25.
181