Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 119
UMALDIRALDA
Abraham til Davíðs konungs, fjórði fram til herleiðingarinnar í Babýlon,
fimmti frá herleiðingunni til fæðingar Krists og sá sjötti þaðan í frá usque
infinem saeculi - allt til endaloka tímans.14 Hinn sjöunda heimsaldur túlk-
aði Agústínus sem hvíldartíma sálna hinna réttlátu sem hvíldust fram að
dómsdegi. Það sem beið handan dómsdags og upprisunnar var jafnframt
handan tímans, ef svo má segja - en þó var einnig unnt að hta á það sem
áttunda heimsaldurinn, sem er í senn fyrsti aldur - eða dagur - nýs upp-
hafs, nýrrar sköpunar, nýrrar paradísar sem varir utan enda.
Hugmyndir Agústínusar höfðu mikil áhrif og heimsaldrarnir sex urðu
fastur hður í veraldarsögum og alfræðiritum næsta árþúsund.15 Af þeim
höfundum sem sinna slíkum skrifum á ármiðöldum skipta tveir mestu,
þeir Isidór biskup í Sevilla og Beda prestur á Norðymbralandi. ísidór bar
höfuð og herðar yfir alffæðihöfúnda á fyrri hluta miðalda og haxrn setti
tvisvar sinnum saman ágrip af veraldarsögu sem í báðum tdlvikum var
sniðið eftir heimsöldrunum sex. Fyrra verkið, Chronica maiora (615), var
meira að vöxtum og á því byggði Isidór hið síðara Chronica minora (627)
sem náði til stærri lesendahóps vegna þess að höfundurinn tók það upp í
sitt mikla alfræðiverk Etymologiae sem varð ein helsta „metsölubók“ mið-
alda. Þar leitaðist Isidór við að safha saman (óskyldum) fróðleik og raða
niður á skipulegan hátt í samræmi við viðfangsefhi þrívegarins (;trivium)
og fjórvegarins (ijuadrivium), en það voru eins konar námsbrautir í skóla-
kerfi miðalda sem tók mið af höfuðíþróttunum sjö (septem artes liberales)
eins og þær voru stundaðar í fomöld.16 Krónikuna setur ísidór inn í
fimmtu bók, á eftir köflum um tímatal. Verkið er nánast upptalning á
persónum og atburðum; það hefst á gagnorðri lýsingu á sköpumnni en
svo fylgir fyrsti heimsaldur þar sem raktir em afkomendur Adams og get-
ið um srníði arkarinnar og syndaflóðið. Aðrir aldrar fylgja sama mynstri,
ættir em raktar og lykilatburðir nefndir. Isidór skrifar að lokum að liðin
14 De Genesi contra Manichaeos, Lib. I. Patrologia Latina 34, dlk. 190—193. Hugmynd-
ir Agústínusar um heimsaldrana koma víðar fram í ritum hans, m.a. í lok De civitate
Dei.
15 Sjá Roderich Schmidt, ,yAetates mundi: Die Weltalter als GHederungsprinzip der
Geschichte.“ Zeitschrift fiir Kirchengeschichte. Vierte Folge V. LXVTI. Band
(1955/56), bls. 288-317.
16 Stutt yfirht um menntakerfi miðalda má fá í bók Gunnars Harðarsonar, Þrjár
þýðingar larðar frá miðöldwn. Reykjavílc Hið íslenska bókmenntafélag, 1989, bls.
7-12. Sjá einnig grein Sigurðar Péturssonar í þessu hefri, bls. 107.