Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 133
UM ALDIR ALDA
þ.e.a.s. heldur fyrr en Gustav Storm áleit, og Stefán setur fram þá tilgátu
að bókin hafi verið alfræði Sturlu Þórðarsonar og hann hafi hugsanlega
átt þátt í ritun hennar. Resensbók hefar hafist á stuttri veraldarsögu á lat-
ínu sem að mestu virðist byggð á króniku Isidórs. Henni hefur fylgt páfa-
tal, patríarkatöl og ábótatal frá Monte Cassino, frumklaustri benedikt-
ínareglunnar. Þá koma upplýsingar um Þýskalandskeisara, ættartölur frá
Oðni og konungatöl á Bretlandi og í Skandinavíu, síðan annállinn. I
handritinu hefur auk þess verið vandað heimskort, sem mikill skaði er að
hafi glatast, og textar tengdir greinum fjórvegarins, flatarmálsfræði,
reikningshst, stjömu- og rímfræði. Líklegt er tahð að Resensbók hafi
orðið til á Vesturlandi og hta má á hana sem eins konar fyrirrennara al-
fræðibókar Olafs Ormssonar. Hafi bókin tengst Sturlu Þórðarsyni er líka
nærtækt að minnast upphafs Sturlubókar Landnámu þar sem vísað er til
,,aldarfarsbók[ar] þeirr[ar] er Beda prestr heilagr gerði“ og landnámstíð
Islands síðan tengd ríkisárum helstu höfðmgja í nálægum löndum auk
Miklagarðskeisara og páfa.50
Konungsannáll, sem varðveittur er í handritinu GKS 2087 4to, teng-
ist latneskum veraldarsögum með svipuðum hætti og Resensannáll því á
undan honum fer nokkurs konar ágrip af króniku Ekkehardts, á latínu.
Konungsannáll hefst auk þess á pósti þar sem gerð er grein fyrir tímatali
og heimsöldrunmn sex, áður en annállinn hefst á valdatíð Júlíusar Caes-
ars og því má segja að það sem á efdr fer sé með því sett í veraldarsögu-
legt samhengi og atburðir norrænnar sögu tengdir sköpun heimsins og
uppgangi kristinnar kirkju. Annállinn nær til 1341 og einkennist af því að
inn í hann er skotið ýmsu efni sem komið er úr Speculum historiale eftir
Vincentius frá Beauvais.51
Konungsannáll eða annáll sömu gerðar er meðal heimilda Oddverja-
annáls (Ova) sem færður var í letur á bilinu 1540-1592 og er af höfundi
sínum nefndur ýmist annáll eða krónika. Segja má að síðara heitið sé
réttnefiú, enda er verkið mun efrdsmeira en hixúr eldri annálar. Það
styðst við kenninguna um konungsveldin (sem í Ova eru nefnd mon-
archiur) og hefst með frásögn af fjórða veldinu, Rómaveldi. I krónikunni
er kirkjusöguleg áhersla greinileg en þess þó gætt að rekja samtímis sögu
veraldlegra valdhafa en slík samtenging minnir óneitanlega á aðferð
50 Islendingabók Landnámabók. Fyrri hluti. Jakob Benediktsson gaf út. (Islenzk fomrit
I). Reykjavík: Hið íslenzka fomritafélag 1986, bls. 31-32, sbr. bls. liv-lv.
51 Gustav Storm, Islandske annaler, bls. lxxxi.