Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 14
JACQUES LE GOFF
ar. Fremur vil ég leggja til að skoða þessi þáttaskil í réttum hlutföllum,
sem glæsilegan viðburð en fremur yfirborðskenndan. Það verða aldrei
endurreisnir í mannkynssögunni. Það verða bara breytingar, og lengi
vel birtust þær í líki afturhvarfs til fornaldarinnar. Endurreisnir eru ein-
mitt sérstakt einkenni á því skeiði sem teygir sig frá lokum fornaldar til
miðrar 19. aldar - en það var ekki fyrr en þá sem fyllilega var gengist
við hinu nútímalega. A 8. og 9. öld var endurreisn á vegum Karlunga,
á 12. öld var einnig endurreisn og svo var endurreisnin „mikla“, sem
byrjaði á Italíu á 12.-14. öld en festist ekki í sessi annars staðar í Evr-
ópu fyrr en á 15. og 16. öld. Loks eiga sér stað endurreisnir á 18. og 19.
öld sem eru takmarkaðar við listir, bókmenntir eða guðfræði (nýklass-
ísk og nýgotnesk list og bókmenntir, afturhvarf til hugmynda Tómasar
frá Akvínó í guðfræði, o.s.frv.). Endurreisnin - endurreisnirnar - eru
íjarri því að marka endalok miðalda. Þvert á móti eru þær fyrirbæri sem
einkennir hið langa miðaldatímabil, þegar sífellt er verið að leita aftur
til fortíðar - til liðinnar gullaldar - að staðfestingu og tdðmiðum. Enda
á hin „mikla“ Endurreisn sér ekkert nákvæmt upphaf- í Evrópu er hún
á reiki milli þriggja ef ekki fjögurra alda. Við þetta bætist að mörg
þýðingarmikil söguleg fyrirbæri klofa yfir hana án þess að taka tillit til
hennar. Þetta á til dæmis við um kýlapestina hræðilegu, eða svarta-
dauða. Undanfarna áratugi hafa sagnfræðingar litið á upphaf hennar á
árunum 1347 til 1348 sem mikil þáttaskil í Evrópusögunni. Það er hægt
að skipta henni í tvennt: tímann fyrir og eftir svartadauða, tíma vaxtar
og tíma kreppu, tíma vissu og tíma efasemda. Um plágu þessa verður
ekki annað sagt en að hún er langtímafyrirbæri. I hálfa þórðu öld
íþyngdi hún sögu Vesturlanda verulega - án tillits til endurreisnarinn-
ar. Líffræðileg áhrif hennar, lýðfræðileg og sálræn urðu geysileg allt þar
til hún braust út með banvænum hætti í síðasta sinn, í Marseille árið
1720.
Þegar Marc Bloch var að leita að langtímafyrirbæri sem hann gæti
rannsakað frá upphafi þess til endaloka, valdi hann konunglegar jartein-
ir, þ.e. trú manna á því að konungar Frakklands og Englands gætu læbi-
að þá sem höfðu berkla í hálsi eða aðra svipaða sjúkdóma sem einkennd-
ust af bólgu í eitlum í hálsi. Konungar læknuðu með handayfirlagningu
frá 11. öld (eða e.t.v. ekki fyrr en á þeirri 12.) og þar til á 18. öld. Fyrsta
staðfesta dæmið í Frakklandi er frá valdatíð Loðvíks VI (1108-1137), en
hið síðasta frá 1825 þegar Karl X, síðasti konungur af ætt Bourbona, var