Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 158
JON OLAFSSON
skólaútgáfunni, en hún hefúr nokkra sérstöðu meðal forlaga hér á landi
og er í raun eins konar sjálfsútgáfustofntm.
Hvers vegna gefa ekki stóru forlögin út það af þessu efni sem augljós-
lega er mest varið í? Hvers vegna þurfa metnaðarfull og merkileg verk á
því að halda að til séu nógu brjálaðir einstaklingar til að fara út í þau án
þess að eiga von á mikilli umbun fyrir vikið? Utgáfustjóri annars þessara
forlaga, Máls og menningar, spáði í vetur væntanlegum dauða íslenskrar
tungu, ef ekkert yrði að gert. Það mætti benda honum og öðnnn unn-
endum tungunnar sem fást við útgáfu bóka á, að ein mikilvægasta undir-
staða tungumálsins er útgáfa fræðirita, bæði nýrra, frumsaminna og
þýðinga á klassískum textum. Afrekaskrá stóru forlaganna á þeim sviðmn
er stutt. Þó að vissulega komi af og til út bækur sem fengur er að og
ósanngjarnt væri að halda því fram að fræðiritaútgáfu sé alls ekki sinnt,
þá er ekki að sjá að neina stefnu sé að finna um slíka útgáfu hjá neinum
útgefanda og það sem meira er, þeir virðast alls ekki telja það menning-
arlegt hlutverk sitt að fylla í eyður þegar spurt er hvað sé til og hvað vanti
á íslensku af þýðingum fræðirita, hvort sem um er að ræða forna eða nýja
texta. Það má velta því fyrir sér hvaða kröfur sé eðlilegt að gera. Eiga
klassísk verk heimspekinnar til dæmis að vera til á íslensku? Ættu helstu
verk Hegels að vera til á íslensku? Eða Kants? Nietzsches? Ef við lítum
á það sem þýtt hefur verið af verkum þessara heimspekinga þá er niður-
staðan forvitnileg: Eitt verk er til á íslensku eftir Kant, Grundvöllur að
frumspeki siðleg>-ar breytni sem kom út réttum 200 árum eftir að höfimd-
urirm hvarf úr þessum heimi. Ekkert verk hefur verið gefið út á íslensku
eftir þýska heimspekinginn G.F.W. Hegel. Hins vegar eru ein fjögur verk
til á íslensku efdr Friedrich Nietzsche. Hvernig skyldi standa á þessu? Er
Nietzsche mikilvægari heimspekingur en Hegel og Kant, eða er hann
söluvænlegri?
Auðvitað er hann hvorki merkilegri né söluvænlegri. En það er ef til
vill auðveldara að auglýsa verk Nietzsches þannig að hægt sé að keyra
upp talsverða skammtímasölu þegar bókin kemur út, heldur en raunin er
um verk Hegels eða Kants.
Á hinn bóginn hlýtur útgáfa klassískra texta í íslenskri þýðingu að vera
ágætlega söluvænlegt fyrirtæki, hvernig sem á það er litdð. Slíkir textar
eru nefnilega þrautreyndir í sölu. Grundvöllur að fnnnspeki siðlegrar
breytni hefur selst jafht og þétt þau 220 ár sem liðin eru ffá því að ritið
kom út fyrst. Og Hið íslenska bókmenntafélag á eftir að selja það jafht
156