Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 125
UM ALDIR ALDA
fræði var lykilgrein í menntun presta enda urðu klerkar að jgeta reiknað út
hvenær halda skyldi páska og aðrar hræranlegar hátíðir. I þeim hræðum
voru rit Bedu prests nærtæk - um það leyti er Islendingar tóku kristna trú
höfðu þau öðlast tryggan sess á meginlandinu og einnig er vert að minn-
ast þess að einn fyrsti farandbiskupinn sem hér starfaði á 11. öld, Bjam-
harðtrr bókvísi, kom ffá heimalandi Bedu. Elsta varðveitta handritsbrot ís-
lenskt er einmitt páskatafla og sýnt hefur verið fram á að hún sé byggð á
þeim grunni sem Beda leggur í De temporum ratione,31 Með tímatalsritum
Bedu hafa íslendingar komist í kynni við veraldarsögur því eins og áður
var getið lýkur Beda þessum verkum á krónikum sem gefa yfirht yfir
heimsaldrana. Elstu rímfræðirit sem varðveist hafa á norrænu bera því líka
vitni að hugmyndir um veraldarsögu og skiptingu hennar í heimsaldra
hafi skotið rótum. I Rími I, sem útgefendumir nefhdu svo og talið er vera
frá 12. öld, er kafli þar sem lýst er sköpun heimsins og merking sköpun-
ardaganna sjö lögð út en síðan er leitast við að rekja tímatal miðað við
nokkra tímamótaatburði úr BibHunni. Þar er þess fyrst getið að þeir Hi-
erónýmus og Beda telji mismörg ár hafa liðið ffam að burði Krists, en síð-
an er nokkum veginn haldið við reikning Bedu og fyrstu þrír aldramir
skorðaðir af með Adam, Nóa ogMóse. Ahersla er lögð á að tengja þennan
tímareikning við sólaröld og paktaröld sem miðaðist við gang tunglsins.32
Rím I er varðveitt í allmörgum handrimm, sumum tiltölulega ungum, það
er ffá 16. og 17. öld. Eitt þeirra hefur, auk rímsins, reynst geyma leifar
fleiri fróðleiksgreina sem rekja má til 12. aldar. Þar em taldir langfeðgar
frá upphafi heimsbyggðar til burðar Krists (og teljast vera 63 kynslóðir)
en síðan ffam eftír öldum til ársins 1130 „er sjá aldartala var skrifuð“.
Stefán Karlsson hefúr bent á að sitthvað sé líkt með þessum greinum og
Islendingabók Ara fróða, og gerir því jafhvel skóna að greinamar séu
runnar ffá Ara. Ari kunni að hafa snarað útlendri aldartölu og jafnframt
orðið fyrir áhrifum af þeim aðferðum sem þar tíðkuðust við að rekja at-
burði og kynslóðir í tímaröð. í því sambandi bendir Stefán á hvernig Ari
notar röð lögsögumanna til að marka atburðum tímaramma.33
31 Olafía Einarsdóttir, Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning.
Stockholm: Natur og kultur 1964, bls. 95-96, sbr. Alfrœði íslenzk II, útg. N.
Beckman og Kr. Kálund. (STUAGNL 41), Kobenhavn 1914—16, bls. xii og áfram.
32 Alfræði íslenzk II, bls. 39-44.
33 Stefán Karlsson, „Fróðleiksgreinar frá tólftu öld“, bls. 116; Sverrir Jakobsson tekur
þessi rit einnig til umræðu og stingur jafhframt upp á að Sæmundur fróði hafi ritað
um veraldarsögu, sjá Vtð og veröldin, bls. 55-56.
123