Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 99
HÚMANISTIÁ RAUÐASANDI
að er um utanferðir og nám íslendinga erlendis á fyrri hluta 16. aldar en
það er í raun ekki fyrr en langt er liðið á öldina að bestu heimildir um
námsdvalir Islendinga í Þýskalandi og í Kaupmannahöfn fara að verða
nokkuð nákvæmar og traustar. Einn þeirra sem kunna að hafa verið við
nám í Þýskalandi fyrir og um miðbik 16. aldar er Magnús Jónsson prúði
(um 1531-1591), síðar sýslumaður í Bæ á Rauðasandi. Hér verður ekki
þallað um ævi og störf Magnúsar á opinberum vettvangi, þó svo að rétt
megi telja að minnast aðeins á nokkur atriði lífsferils hans áður en sjón-
um er beint að meginviðfangsefni þessarar greinar, þ.e. ritstörfum hans.
Magnús Jónsson mtm vera fæddur um 1531, sonur Jóns lögréttumanns
Magnússonar (d. 1564) að Svalbarði, auðugs stórbónda, og fyrri konu
hans Ragnheiðar Pétursdóttur lögréttumanns í Djúpadal. Magnús var
einn fjögurra albræðra sem allir voru miklir hæfileikamenn og vel efnum
búnir, enda skipuðu þeir valdamikil embætti í stjórn Islands og létu mik-
ið að sér kveða í íslensku þjóðlífí á seinni hluta 16. aldar.2 Ekki er að efa
að Magnús hafi í æsku hlotið bestu menntun sem völ var á hér á landi og
vegna kunnáttu hans, ekki síst í tungumálum, er talið að hann hafi á unga
aldri dvalist erlendis, líklega í Þýskalandi. Hafi svo verið hefur hann ver-
ið kominn aftur til Islands um 1550, og ekki er að sjá að hann hafi siglt
til útlanda eftdr það. I fjóra áratugi bjó hann stórbúi á ýmsum stöðum á
landinu en frá 1580 til dauðadags bjó hann í Bæ á Rauðasandi þar sem
hann gegndi sýslumannsstörfum. Magnús var tvíkvæntur. Var fyrri kona
hans Elín Jónsdóttir (d. 1564) í Dunhaga sem hann missti eftir 15 ára
sambúð en ári síðar kvæntist hann besta kvenkosti Islands að talið var,
Ragnheiði Eggertsdóttur (um 1550-1642) lögmanns Hannessonar, sem
hafði mikil tengsl við Hamborg, þannig að hafi Magnús átt þar sambönd,
hafa þau trúlega styrkst mikið við þennan ráðahag hans. Með Ragnheiði
konu sinni átti Magnús ellefu börn sem upp komust og er mikill ættbogi
frá þeim kominn.
Ef htið er á veraldleg umsvif Magnúsar og afskipti hans af þjóðmálum
sætir það í raun undrum að hann skuli hafa getað fundið sér tíma til þess
að sirma andlegum hugðarefhum og ritstörfum. Magnús var hagmæltur
eins og sumir ættmenna hans og virðist hafa fengist þó nokkuð við skáld-
isalo og Raija Sarasti-Wilenius, Jyvaskylá: Gummerus Kirjapaino Oy. 1994, bls.
22-37, bls. 23 ff.
2 Bræður Magnúsar Jónssonar: Pálljónsson (Staðarhóls-Páll) sýslumaður (d. 1598),
Sigurður Jónsson sýslumaður (d. 1602), Jón Jónsson lögmaður (1536-1606).
97