Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 40
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
heima og eru áhrif þess auðsæ í sögunni allri. Aleð þessari orðskýringu
mætti því halda að höfundurinn væri að gefa lesanda til kynna að álfkon-
an og örlög hennar séu ofvaxin mannlegum skilningi, sbr. ábendingu
hans í inngangi verksins. Það má vera rétt, en eins og Alichéle Perret
nefnir á þýðing Jean frá Arras á nafih álfkonunnar sér ekki stoð í raun-
veruleikanum, og hún telur að uppnma nafnsins sé firekar að finna í klass-
ískri arabísku þar sem heitið malouzine þýðir „ást“.29 Sú skýring hæfir
ekki síður þeirri konu sem beið í fjórar aldir efdr eiginmanni. Alelúsína
hreifst af fegurð Remondíns og hann af hennar en ástin - var hún líka
blekking ffá upphafi? Það leynir sér ekki að hvorki Remondín né Alelús-
ína völdu rétt, en sem hugleiðing um ástdna á saga þeirra líka erindi til
nútímalesandans, þótt hann leiti eflaust annarra svara en þeirra sem verk
Jean ffá Arras byggir á. Þau eru hins vegar ekki alltaf á reiðum höndmn!
29 Michéle Perret, ,A.ttribution et utilis-ation du nom propre dans Mélusine“, Mélusin-
es continentales et insulaires. Actes du colloque intemational tenu les 27 et 28 mars
1997 á l’Université Paris XII et au Collége des Irlandais réunis par J.-M. Boivin et
P. MacCana, París: Champion, 1999, bls. 169-179, bls. 179. Aðrar merkingar á
nafhi Melúsínu hafa verið settar ffam og þær eiga það flestar sameiginlegt að tengja
nafh Melúsínu við Lusignan, sjá t.d. Michéle Perret, ,A.ttriburion et utílisation du
nom propre dans Mélusine“, bls. 169-170. Jean-Jacques Vincensini bendir á að í
nafninu Melusigne megi næstum því lesa heiri kastalans Lusignen og þannig rætist
spádómur Presínu um að Melúsína myndi reisa kastala og nefna hann efrir sjálfri sér
(Jean d’Arras, Mélusine ou La Noble Histoire des Lnsignan, bls. 129, bls. 219).
38