Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 203
HÁKON GÓÐI OG GUÐIRNIR
Trúarbragðasaga og heimildarýni
Ég ætla að enda á sama hátt og ég byrjaði, með nokkrum athugasemdum
um trúarbragðasögu og heimildarýni. Það er ekkert nýtt í heildarálykt-
uninni sem ég tók saman hér á undan. Einstakir hlutar hennar eru leidd-
ir af miðaldatextunum og þeim dróttkvæðum sem eru heimildir þeirra.
Hún er heldur ekki ósamrýmanleg samantekt Olafs Olsens sem áður var
vitnað tdl, svo dæmi sé tekið. Allt sem í nútímanum er hægt að vita um
fortíðina, verður að sjálfsögðu að sækja í vitnisburði fortíðarinnar sjálfr-
ar, og maður getur spurt sig hvers vegna við tökum ekki einfaldlega til
dæmis frásögn Snorra í Hákonar söga góða fram yfir okkar eigin endur-
gerðir. Svarið myndi vera á þá leið að við getum ekki treyst framsetningu
Snorra í öllum smáatriðum og ef til vill ekki einu sinni í aðalatriðunum.
Annað svar myndi þó sennilega vera alveg jafn rétt: við viljum frekar aðra
framsetningu en þá sem er að finna hjá Snorra, við viljum greinandi svar
í staðinn fyrir lýsandi. Þau atriði sem ég hef lagt áherslu á eru ekki háð
þeim smáatriðum sem Snorri notar til að gera frásögn sína hfandi og
dramatíska, og jafnvel þó við getum ekki sætt okkur við þessi smáatriði,
sem má að miklu leyti heimfæra á formið og ekki hugmyndirnar, þá gefa
þau okkur ekki ástæðu til að halda að Snorri hafi ekki lagt sig fram um
að sýna áreiðanlega mynd af heiðninni. Þegar Hákonar sögu er eigi að síð-
ur vísað á bug sem ósagnfræðilegri, er það því að kenna að hún er túlk-
un og ekki sönn lýsing; en hér virðumst við nálgast núllpunkt þar sem
verður að hafna allri samfelldri frásögn nm fortíðina vegna þess að hún
getur ekki orðið eins og fortíðin sjálf.
Eins og heimildarýnin sagnfræði hefur þróast á þessari öld, stöndum
við frammi fýrir vah að því er varðar rannsóknir á forkristinni norrænni
trúarbragðasögu. Annar möguleikinn er leið heimildarýninnar sjálfrar.
Það þýðir að í aðalatriðum verður að hafha ffásagnarheimildum miðalda
vegna þess að ekki er hægt að sannreyna þær; og þegar er hægt að sann-
reyna þær með aðstoð eldri heimilda, til dæmis dróttkvæða, eru þær síð-
amefndu teknar ffarn yfir. Afleiðingin er sú að nútíma sagnfræðingar
draga í staðinn ályktanir af rýrum heimildum sem erfitt er að nálgast.
Hinn möguleikinn er að segja skilið við afstöðu heimildarýninnar. Það
þýðir að sannleika er skipt út fyrir sennileika, í sumum tilfellum jafnvel
bara möguleika. Hér fara ályktanimar sem menn draga að skipta meira
máh en heimildimar, því sagnfræði snýst um að skilja en ekki aðeins að
201