Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 63
TILBRIGÐIUM NJALU
sögunnar, Reykjabók, er ritað í upphafi 14. aldar, aðeins fáeinum áratug-
um síðar. Reykjabók geymir einmitt langflestar aukavísur, og því er von
að spurt sé hvort þær hafi tilheyrt sögunni í öndverðu. I Möðruvallabók,
sem skrifuð er um miðbik 14. aldar, er engin þessara vísna.
Allt frá því að Finnur Jónsson tók þetta álitamál til skipulegrar um-
fjöllunar árið 1904 hafa fræðimenn tahð að aukavísumar væru ekki upp-
haflegar í Njálu, heldur síðari tíma viðbót.11 Er þá gengið út frá því að
höfundurinn hafi ekki komið þar við sögu sem er þó vart hægt að ákvarða
með vissu. Einar Ol. Sveinsson tók tmdir þá niðurstöðu Finns,12 og það
gerði Jón Helgason einnig í formála að Ijósprentun Reykjabókar.13 Aðr-
ar vísur Njálu, sem varðveittar eru í öllum handritum sögunnar, svo sem
kveðskapur Kára Sölmundarsonar í seinni hlutanum, vísur í kristni-
tökukaflanum og kvæðið Darraðarljóð, hafa þá verið taldar upphaflegar í
sögunni. Meginrök Finns lúta að orðalagslíkindum milli lausamáls og
kveðskapar, en ekki að aldri vísnanna því að hann tímasetur vísur Kára til
svipaðs tíma og aukavísumar. I sumrun tilvikum er hægt að merkja mjög
náin tengsl milli orðfæris í aukavísunum og lausamálsins og má þá hugsa
sér að annaðhvort hafi vísurnar sprottið upp úr lausamálinu og orðið til
eftir að sagan var sett saman, eins og Finnur gerði ráð fyrir, eða að lausa-
máhð endurspegli orðalag vísnarma og aukavísumar séu því upphaflegar.
F.kki er mögulegt að skera afdráttarlaust úr um hið rétta. Aukavísumar
kallast stundum á við beina ræðu og þegar orðin mynda heilstæða setn-
ingu em þau felld út, en þó ekki alltaf (sjá síðar). Þegar Skarphéðinn talar
í síðasta sinn til Hallgerðar á Grjótá em spottyrði hans tekin upp í vísu
hans (27. aukavísa) en endurtekin jafhharðan í lausamálinu, líklega til að
leggja áherslu á orð hans og gera þau áhrifameiri. Fíta mætti á vísu hans
sem nokkurs konar úrvinnslu á lausamálstextanum í bundnu máh; en
vitaskuld í annarri bókmenntategund. I öðmm dæmum tengjast vísumar
texta sögunnar frjálslegar. I þessari grein mun ég vinna með þá tilgátu að
aukavísumar séu ekki upphaflegar í sögunni en mikilvægt er að undir-
strika að hvernig sem á þær er litið em þær í elstu gerðum Njáls sögu.
11 Fiimur Jónsson, „Om Njála“, Aarbeger for nordisk oldkyndighed og historie, 1904, bls.
89-166, sjá bls. 93 o.áfr.
12 Brennu-Njáls saga, útg. Einar Ól. Sveinsson. íslenzk fomrit 12. Reykjavík: Hið ís-
lenzka fomritafélag, 1954, bls. cliv.
13 Njáls Saga: The Ama-Magnæan Manuscript 468 4to (Reykjabók), útg. Jón Helga-
son. Manuscripta Islandica 6. Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1962, bls. xi.
6i