Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 22
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
og frá segir í sannsögulegri króniku og sannri sögu, án þess að bæta við
neinu sem ekki sé satt og rétt með farið“ (bls. 118).
Eins og heitdð ber með sér er sagan t\hþætt, annars vegar er verkið
skáldsaga (fr. romari) um Melúsínu, hins vegar saga (fr. histoiré) Lusignan-
ættarinnar sem hvarf svo að segja af sjónarsviðinu í byrjun 14. aldar eft-
ir glæstan feril.2 Þessir tveir þættir fléttast saman þ\d í verki Jean frá Arr-
as er álfkonan Melúsína ættmóðir Lusignan-ættarinnar. Þó Melúsína haíi
eignast marga afkomendur og reist ótal mann\drki er hennar einkum
minnst fyrir slönguhalann, sem henni tókst lengi að fela fyrir eigimnamii
sínum. Svo fór að hann sá til hennar í baði einn daginn og sköinmu síð-
ar yfirgaf hún börn sín, bónda og bú. I þessari grein verður þessi lítt
þekkta en forvitnilega skáldsaga kynnt og tdlurð hennar sett í samhengi
við skáldsagnaritun í Frakklandi á síðari hluta 14. aldar þegar Frakkar og
Englendingar deildu um }tfirráð yfir stórum hluta Frakklands í Hundrað
ára stríðinu (1337-1453). Við ritun verksins, sem hafði það pólitíska
hlutverk að réttlæta tilkall Jean af Berry til greifadæmisins Poitou, leitar
höfundur í auðugan sjóð munnmæla- og þjóðsagna eins og algengt var á
miðöldum. Þaðan kemur Melúsína, álfkonan með slönguhalann, en yfir-
stéttin hikaði ekki við að efla sjálfsmynd sína með ættmæðrmn af hennar
tagi þó svo að þær hafi sjaldan hlotið náð fyrir augum kirkjunnar.
Ernii sinni var...
í verkinu segir frá því er Elínas, konungur af Skotlandi, fer á veiðar í
skógi nokkrum nálægt ströndinni. Hann þyrstir skyndilega og beinir ferð
sinni að fallegri uppsprettu. Þar he\nir hann hugljúfan söng og af mýkt
raddarinnar þykist hann viss um að þetta sé kvenmannsrödd. Hann stíg-
ur af baki, bindur hestinn við trjágrein, læðist í átt að uppsprettunni og
reynir að láta eins lítið á sér bera og hægt er. Við uppsprettuna sér hann
fegurstu konu sem hann hefur nokkru sinni augum litið. Hann gleymir
stað og stund, veit ekki hvort það er dagur eða nótt, veiðiferðin og þorst-
inn eru á bak og burt, og hann felur sig bak við runna, heillaður af kon-
unni og söng hennar. Svona líður dágóð stund, en loks tekur Elínas til
2 Um heiti verksins, sjá Christopher Lucken, „Roman de Mélusine ou Histoire des Lu-
signan“, Mélusines continentales et insulaires. Actes du colloque international tenu les
27 et 28 mars 1997 á PUniversité Paris XII et au Collége des Irlandais réunis par
J.-M. Boivin et P. MacCana, París: Champion, 1999, bls. 139-168.
20