Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 216
PETER BROWTST
ið. Ef ættvíg í raunveruleikanum voru ekki útkljáð í bardagaraun, gátu þau
dregist á langinn árum saman.33 Af þessum sökum varð að lýsa orrustuna
við Fontenay, sem átri sér stað árið 841, iudiáum Dei (dóm Guðs) efrir á.
Þessi orrusta hafði enda verið svo mikið sóðamál, og eftirköst hins hálf-
karaða uppgjörs sem hún stóð fyrir voru svo mettuð af heíndarhug og yf-
irvofandi æmfgum á meðal aðalsmanna Franka, að biskupamir rilkymim
að Guð hefði talað, og að þar með lyki þessu máh.34
Sjálfur gangur skírsluathafharinnar smðlaði að því að halda deilum í
skefjum og leiða þær farsællega til lykta. Athöfhin virkaði eins og nær-
færið nudd á hinar ýfðu tilfinningar hópsins. Eitt aðaleinkenni skírslunn-
ar er að finna í hinn hæga og hátíðlega ferh þar sem deilur milli manna
eru teknar úr sínu beina samhengi. Fulltrúa deilunnar - þeim sem tektu
að sér skfrsluna, en það var ýmist ákærandi eða ákærði - er opinberlega
svipt úr sambandi við hinn venjulega heim.'- Hann er rakaðtu, færður í
skyrm eina klæða og í þrjá daga samfleytt nærist hann og lifir lífi prests,
ekki leikmarms. Hann hlýtur hátíðlega blesstm, allir verndargripir eru
teknir af honum (hinir venjubundnu fylgihlutir mannlegra deilna); hann
er óspart ausinn vígðu vatni, og með löngum blessunarbænum er honum
umbreytt í friunmynd hins forna réttláta manns sem er frelsaður úr
þrengingum.36 Hann er hættur að vera hluti af mannlegu dómsmáh.
Hann er forystusauður réttlætisins, en forysmsauður sem er leystur frá
hjörðinni með löngum bænum, burt frá þrýstingi hópanna sem standa að
deilumáli. Þegar komið er að skírslu, eru kringumstæður venjulega orðn-
ar þær að hópurinn er lentur í þrátefli með málið. Hið undirliggjandi
hlutverk skírslunnar er að „fjarlægja kveikiþráðinn“ úr þri. Hún er ekki
refsing Guðs; í henni felst að málið er borið frarn ad judiáum Dei, „til
dómsúrskurðar Guðs“. Þetta er athöfh sem líkja iná rið það þegar mið-
steinninn í hlöðnum boga er fjarlægður, en bar ffam að þri allan þunga.
Þegar búið er að fjarlægja hann, má komast að skjótri niðurstöðu, án þess
að annar hvor aðili þurfi að bíða álitshnekki. Því um leið og málið er lagt
í dóm Guðs er búið að losa það undan þrýstingi mannlegra hagsmuna,
33 Sbr. Widukind, Rerum Gestarum Saxonicarum, II, 10 (MGH iu usu Schol.), bls. 73 og
74. Otto I fyrirskipaði bardagaraun í Steel árið 938 ril þess að komast hjá opinni um-
ræðu meðal aðalsins um deilur út af eignarrétti.
34 K.-G. Cram, Iudicium Belli. Zum Rechtscharaktei■ des Krieges im deutschen Mittelalter,
Beiheft des Archiv fiir Kulturgeschichte, 5 (1955), bls. 37, 42 og 46.
35 Sbr. J. Vansina, „The Bushong Poison Oracle,“, bls. 249.
36 Góð lýsing í P. Marchegay, Archives d’Anjoy, bls. 452-462, á sldrslunni í Angers.
2I4