Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 47
HLUTVERK GOÐORÐSMANNSJNS
lendi.12 Það sem heldur þó sögunni saman er hugmyndin um hæfni goð-
ans Snorra til að fara með vald í héraðinu. Þótt hann sé ekki eins vinsæll
og Arnkell goði eða jafii mikil hetja og Björn Breiðvíkmgakappi, hefur
hann það sem þarf til að vera voldugur héraðshöfðingi. Telur Vésteinn
að tengsl séu milh þessarar hneigðar og samfélagsþróunar á 13. öld
þegar menn af goðaættum saína goðorðum og koma sér upp héraðsríkj-
um.13
Skýring Vésteins á byggingu sögunnar er í ágætu samræmi við það
sem vitað er um íslenskt þjóðfélag á dögum Eyrbyggjuhöfundar, en talið
er að sagan hafi verið samin á bihnu 1230 til 1270.14 Afkomendur Snorra
goða af ætt Sturlunga fara með héraðsvöld á Snæfellsnesi allt þetta tífna-
bil, Þórður Sturluson til andláts síns 1237 og synir hans eftir það. En þeir
voru ekki rótgrónir á nesinu, að því leyti að erfðagoðorð Þórðar, sem var
frá Snorra goða komið, var í Dölunum. Þórður hafði eignast goðorð sín
á Snæfellsnesi að gjöf eða með giftingum. Þótt segja megi að efnahags-
leg undirstaða veldis Þórðar og afkomenda hans hafi verið eign þeirra á
kirkjustaðnum Staðarstað, en um slíkt var ekki að ræða á dögum Snorra
goða, þá voru goðorð héraðsins undirstaða póhtísks valds þeirra.15 Því er
ekki óKklegt að einhver nákominn Sturlungum hafi unnið úr ýmiss kon-
ar efhiviði sögu sem hampaði forföður þeirra og fyrra veldi hans á svæði
þar sem vald þeirra var annars tiltölulega nýfengið.16 Minningin um
12 Vésteinn Olason, „Nokkrar athugasemdir um Eyrbyggja sögu“, bls. 8.
13 Sama rit, bls. 17-22. Hér má geta þess að Helgi Þorláksson hefur ritað athygbsverða
grein þar sem bann færir rök fyrir því að mynd sú sem dregin er upp af Snorra goða
sem böfðingja eigi mtm betur við 13. öldina en söguöldina. Enn fremur bendir hann
á að höfundur virðist hafa meðvitað breytt þeirri mynd af Snorra sem birtist í kveð-
skaparhefðinni til að gera hann að btlum hermanni en því meiri ráðagerðarmanni.
Telur Helgi Kklegt að höfundur sögunnar hafi haft Snorra Sturluson í huga þegar
hann mótaði persónu Snorra goða í Eyrbygg/ii. Sjá Helgi Þorláksson, „Snorri goði
og Snorri Sturlusori1, Skímir 166 (1992), bls. 295—320.
14 Agætt yfirht yfir mismunandi skoðanir á aldri sögunnar er að finna í inngangi nýrrar
fræðilegrar útgáfu á skinnhandritum sögunnar eftír Forrest Scott (útg.), Eyrbyggja
saga. The vellum tradititm, Editiones Amamagnæanæ A 18, Kaupmannahöfn: Reit-
zels, 2003, bls. 19*-27*.
15 Um sundurgreiningu á ýmsum hhðum á valdi og virðingu höfðingja á Sturltmgaöld
með hhðsjón af kenningum Pierre Bourdieu um mismunandi tegundir auðmagns í
samfélaginu, sjá grein mína „Snorri og bræður hans. Framgangur og átök Sturlu-
sona í félagslegu rými þjóðveldisins“, Ný Saga 11 (2000), bls. 49-60.
16 Meðal margra atriða sem tengja söguna við Sturlunga er tilvísun í Guðnýju Böðv-
arsdóttur, móður Sturlusona, um bein Snorra en Eyrbyggja segir hana hafa verið við-
stadda þegar þau voru grafin upp (bls. 183). Ennffemur sýnir Einar Olafúr Sveins-
45