Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 53
HLUTVERK GOÐORÐSMANNSINS
og höfðingja skekja íslenskt samfélag á 13. öld. Lengst af hafði ríkt sátt
milli þessara tveggja þjóðfélagshópa, enda hafði íslenska kirkjan orðið til
í skjóh goðanna. Guðmundur var maður nýrra tíma, og þótt honum hafi
sjálfiun orðið htt ágengt var aukið sjálfsforræði kirkjunnar það sem koma
skyldi.32 Guðmundur braut blað í sögu þjóðarinnar að því leyti að harrn
sætti sig ekki við sömu málamiðlanir og fyrirrennarar hans og samtíma-
menn á biskupsstól í Skálholti. Frá sjónarmiði flestra samtíðarmanna
hlýtur hann að hafa talist öfgamaður. Þó er greinilegt af frásögn Islend-
inga sögn að jafhvel andstæðingar hans báru virðingu fyrir trúarhita hans.
Einmitt vegna þessarar virðingar hljóta sjónarmið hans að hafa verið
ögrun og því kallað á hugleiðingar um hvernig rétt væri að svara þeim.
Líta má því á Fróðárundraþátt Eyrbyggja sögu sem goðsögn í skilningi
Lévi-Strauss þar sem hún leysir þessa mótsögn sem hrjáði íslenskt sam-
félag á síðustu áratugum þjóðveldisins. Fræðimenn eru sammála um að
sagan lýsi hlutverki goðans frá sjónarmiði höfðingja 13. aldar. Því á það
ekki að koma á óvart að finna megi þar frásögn sem setur á svið verka-
skiptingu höfðingja og klerka sem samræmist skoðun fýrrnefnda hópsins
á því hvemig hún skuh vera. Það er ekki nóg með að dómsvald þeirra sé
grundvallað á þjóðfélagsstöðu þeirra langt aftur í ættir, heldur gefur þessi
frásögn í skyn að það sé með einhverjum hætti yfirskilvitlegt, þar sem
það dugar til að kveða niður yfimáttúruleg fyrirbæri. Það hefúr því ekld
síður yfir sér helgi en vald prestsins.
Þetta fellur vel að heildarmerkingu sögunnar eins og Vésteinn skilur
hana, ekki síst að þ\d sem kemur ffam í upphafi hennar um hlutverk
hofgoðans: „Til hofsins skyldu allir menn tolla gjalda og vera skyldir
goðanum til allra ferða, sem nú em þingmenn höfðingjum“ (bls. 9). Eins
og fræðimenn hafa bent á, virðist sú lýsing bera mikinn keim af stöðu
goða á 12. og 13. öld sem áttu þingmenn sem studdu þá á þingi og fengu
margir hverjir sinn hlut af tíundargreiðslum til kirkna ef þeir réðu yfir
stöðum. Er hún meðal örfárra heimilda frá miðöldum þar sem þallað er
um hlutverk goðans í heiðni. Önnur em svokölluð „Ulfljótslög“ sem
varðveitt em í þeirri gerð Landnámabókar sem skráð er í Flauksbók en
32 Um þetta sjá áðumefndan kafla Magnúsar Stefánssonar en einnig bók Orra Vé-
steinssonar, The Christianizatim of Iceland. Priests, Power and Social Change
1000-1300, Cambridge: Cambridge University Press, 2000, bls. 238 o.áff. Ónefnd-
um ritrýnanda er þaldkað fyrir að benda á að hvergi er minnst á deiluna um dóms-
vald yfir klerkum eftir 1208. Má vera að höfðingjar hafi látdð undan og fallist -
a.m.k. á borði ef ekki í orði - á sjónarmið ldrkjunnar en engar heimildir em fyrir því.