Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 217
SAMFÉLAGIÐ OG H3Ð YFIRSKILVITLEGA: UMSKIPTIÁ MIÐÖLDUM
og bjarga niðurstöðu þess að miklu leyti undan þeirri fordæmingu sem
fylgir mannlegri ábyrgð.
Utan frá séð var skírslan spectaciiliim sem allir þyrptust til að verða vitni
að.37 Helgiathöfnin sjálf veitti fró og frið, alveg burtséð frá því hverju
menn trúðu um eðli og uppruna lokaúrskurðarins. Hún gegndi ennfrem-
ur hlutverki opinberrar sönnunar í samfélagi þar sem flestár voru ólæsir.
Skírslan var aðeins ein af mörgum mikilvægum lagaframkvæmdum á ár-
miðöldum sem öðluðust gildi einungis með því að þeim var lýst í
heyranda hljóði.38 Hún var, eins og sambærilegir helgisiðir, festdefhi.
Með dramatískum og minnisstæðum uppákomum - eins og tál að mynda
örum, einvígi, floti í vatni - leitaðist hún við að greypa sig inn í sameig-
inlega vitund lítrils samfélags, þar sem almannaminnið var frægt að end-
emum fyrir að hvarfla og hneigjast til að gleyma því sem hentaði.39 Ver-
ba volant, ordalia manent^ mættá að vissu leytá nota sem einkunnarorð
fyrir það hlutverk sem þessi stórkostlega athöfn gegndi.
Niðurstöðu skírslunnar ætti þess vegna aldrei að skoða eina og sér.
Réttara væri að líta á hana sem lokaútkomu í tálraun sem er dregin á lang-
inn tál að gera vissuna sem mesta. Að þessu leytá var skírslan ekkert ann-
að en sértækt fyrirbæri sem féll undir almenna reglu: „Heiðarlegt dóms-
mál endaði með samkomulagi, sem náðist eftár langar viðræður með
mörgum þátttakendum. Skírslumar minna okkur á hin svokölluðu pala-
ver, vinsælasta mátann á að greiða úr lagalegum ágreiningi meðal inn-
fæddra í Affíku, að því leyti að þær vantar skýrar línur, skarpdregnar
lagalegar afmarkanir og óyggjandi málalyktir.“41 Þetta skýrir sveigjan-
leikann í kringum hið raunverulega hlutverk þátttakenda í skírslu. A
svipaðan hátt og brynklæði, gæti skírslan virst ein lokuð heild fljótt á lit-
ið; en hvert stykki klæðanna fellur að hinu næsta á þann hátt sem gerir
þau óvenju sveigjanleg. Þátttakendum gafst tækifæri til að hætta við: eitt
hundrað og tuttugu fóru þannig að í Varad.42 Aðrir „guggnuðu“ á hinum
37 P. Marchegay, Archives d’Anjoy, bls. 457.
38 A. Gurevic, „La Notion de la propriété pendant le haut moyen-age,“ Annales, 27:3
(1972), bls. 523-547 og 532-536.
39 Marc Bloch, French Rural History, þýð. J. Sondeheimer, London, 1966, bls. 70-71.
40 Orð hverfa, jámburður varir.
41 R. C. van Caengem, Royal Writs in England from the Conquest to Glanvill, London,
1959, bls. 42.
42 I. Zajtay, „Le Registre de Varad. Un monument judiciare du debut du Xlilleme siéc-
le,“, bls. 541 og 546.
2I5