Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 191
HAKON GOÐI OG GUÐIRMR
urð jarl að hann hafi verið blótmaður mikill og að hann hafi séð um
blótin fyrir konung. Hér er andstæðan sem konungurinn og heiðnir
þegnar hans mynda greinileg en um hana snúast næstu kaflar.
Efidr að blótinu er lýst heldur frásögnin áfram. A Frostaþingi býður
konungttr bændunum að taka kristna trú, en málsvari þeirra svarar því til
að þeir vilji halda þeirri trú sem forfeður þeirra höfðu og að þeir muni
kjósa sér annan konung reyni Hákon að beita valdi til að snúa þeim.
Samtímis leggja þeir áherslu á að þeir hafi einmitt kosið Hákon vegna
þess að hann hafi fengið þeim réttindi sín, óðalsréttinn, aftur. Tengslin
milli valds og trúar eru greinileg í skilningi bændanna á stöðunni, sem
þýðir að sjálfsögðu í raun túlkun Snorra á henni: að snúast til kristni
merkir að afsala sér valdinu til konungsins.
Sigurður jarl kemur nú fram sem sáttasemjari, en bændumir krefjast
þess að konungur blóti til árs, þ.e. frjósemi, og friðar, svo sem faðir hans
hafi gert. Hákon neyðist tdl að taka þátt í næstu tveimur blótum, haust-
blótdnu á Hlöðum og vetrarblót\reislunni á Mæri. Hann drekkur af homi
helguðu ásum og étur bita af hrossalifur og allan tímann ýtdr jarlinn und-
ir það að hann gangi af trúnni. Hákon verður að hverfa ffá áætlunum sín-
um um að kristna Þrændalög. Hann deyr heiðinn maður eftdr orrustuna
við Fitjar og fær heiðna greftrun.
Það er fyrst og ffemst 14. kafli, þar sem almennri lýsingu á blótd er
skotdð inn í söguna, sem er notaður sem trúarbragðasöguleg heimild.
Kaflinn er oft notaður án heimildarýni eða textafræðilegra vamagla. A
mótd kemur að sannferðugleiki hans hefur á síðari ámm verið dreginn
mjög í efa bæði innan sagnffæði og textaffæði. Það gerði Olaf Olsen í áð-
urnefndu fræðiritd og Emst Walter ári seinna í „Quellenkritdsches und
Wortgeschichdiches zum Opferfest von Hlaðir in Snorris Heims-
kringla.“20 Nýlegasta dæmið er umfjöllun Klaus Duwel í Das Opferfest von
Lade.21 Eg mun hér afmarka mig við nokkrar athugasemdir um aðferðir
og niðurstöðu í síðastnefndu ritgerðinni, sem gengur lengst í gagnrýni
sinni.
Klaus Duwel setur sér að rannsaka norræna heimild sem ffá sjónar-
homi heimildarýninnar hefur umtalsverða þýðingu fyrir trúarbragða-
20 Emst Walter, „Quellenkritisches und Wortgeschichtliches zum Opferfest von
Hlaðir in Snorris Heimskringla.“ Festschrift Walter Baetke, Weimar: Kurt Rudolph o.
fl., 1966, bls. 359-67.
21 Klaus Diiwel, Das Opferfest von Lade, Wien: K.M. Halosar, 1985.
189