Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 81
HLUTVERK RÍMNA í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI
ist heimildir um og er þá hvorttveggja til að þær hafi glatast eða hafi aldrei
verið til. Rímnaskáldum er og gert rangt til með því að segja að þau hafi
einungis fylgt þekktum efifisþræði án þess að víkja nokkum tíma frá hon-
um og vinna sjálfstætt úr honum. Rímur hafa verið ortar á Islandi frá því
á 14. öld fram á þá 20. og til eru rúmlega þúsund rímur eða rímnaflokkar
og aðeins lítill hluti þeirra hefor verið prentaður.6 *
Ríma eða rímur getur annað hvort verið eitt kvæði eða bálkur kvæða,
allt frá einum flokki upp í tíu eða tólf sem hver um sig gat verið 50-80
erindi. Hver ríma gat verið sér um bragarhátt, en þeir munu vera langt
yfir þúsund og eru þó flest afbrigði við þekkta frumhætti. I elstu rímum
ríkir oftast ferskeyttur háttur eða afbrigði af honum sem hljóðar svo:
Gengu fram fyr kóngsins kné
og kvöddu stdli inn teita;
buðu þeir bæði fylgd og fé
frægum sjóla að veita.'
Rímið er sem sagt abab (ferskeytt), en afbrigðin geta verið aabb (stafhent)
eða aaaa (samhent) sem og margvíslegt innrím en ferskeyttur háttur er
einnig algengur í norrænum sagnadönsum, þó að þar sé stuðlasetning-
unni sleppt. Oft fylgir svokallaður mansöngur rímum, en hann er e.k.
prologns, þar sem skáldið ávarpar áheyrendur og eina eða fleiri kontn8 eða
karla sé skáldið kona.
Fræðimenn hafa bent á að rímnakveðskapur sé svo frábrugðinn
íslenskum skáldskaparhefðum á miðöldum að hann hljóti að eiga sér er-
lendar rætur, og er þá einkum vísað til bragarháttanna þar sem skáldskap-
armáhð er nær oftast í samræmi við innlenda hefð. Guðbrandur Vigfus-
son benti fyrstur á líkindi ferskeytts háttar með latneskum háttum,
6 Sjá Finnur Sigmundsson, Rímnatal I—II, Reykjavík: Rínmafélagið, 1966, bls. v. Hér
verður ekki rakin rannsóknarsaga rímna, en lesendum skal bent á þrjár nýlegar yfir-
litsgreinar: Davíð Erlingsson, „Rímur“, IslenskþjóðmenningVI, bls. 330-355. Shaun
F. D. Hughes, „Rímur“, Dictionary oftbe Middle Ages 10, bls. 401-407. Sami höf.,
„Late Secular Poetry", Companion to Old Norse-Icelandic Literature and Culture, ritstj.
RoryMcTurk, Oxford: Blackwell, 2005, bls. 205-222.
Finnur Jónsson (útg.), Rímnasafn I (STUAGNL XXXV), Kobenhavn: 1905-1912,
bls. 3.
8 Sjá um þetta efni: Ólafúr Halldórsson (útg.), Bósa rímur, Reykjavík: Stofnun Ama
Magnússonar, 1974, bls. 20—21, 123-126; Jonna Louis-Jensen, „Ort af strákskapr",
Lygisögur sagðar Sverri Tómassyni fimmtugum 5. apríl 1991, Reykjavík: Menmngar-
og minningarsjóður Alette Magnússen, 1991, bls. 45—47.
79