Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 19
HINAR LONGU MIÐALDIR
bil emkennast af „samtímatilvist fyrirbæra ffá ólíkum tímaskeiðum“. Því
telur Pomian réttara að nota líkön sem leið til sögulegrar skýringar, því
samkvæmt honum koma söguleg fyrirbæri aldrei í fullkominni röð, held-
ur eru ávallt að einhverju leyti á skjön hvert við annað. Ef við föllumst á
þessa hugsun, má þá ekki segja að lénsskipulagið, eða a.m.k. helstu þætt-
ir þess, sé einmitt líkan sem hefur skýringargildi fyrir allt þetta langa
tímabil sem við köllum miðaldir?
Hvaða gildi getur hugtakið „langar miðaldir“ haft fyrir okkar samtíma,
einkum fyrir Vesturlandabúa í dag?
I fyrsta lagi má segja að það leysi upp andstæðuna milli tveggja mynda
af miðöldunum í þröngum skilningi sem báðar eru jafn rangar: önnur er
dökk af „myrkum miðöldum“, hin er gyllt af sælutíma trúarhita, sam-
hljóms í samfélaginu þökk sé iðngildunum, uppgangs undursamlegrar
listar hjá alþýðunni. Hver dirfist að segja um tímabil sem hefst með þjóð-
flutningunum miklu að það hafi verið gullöld eða hafiia því um tímabil
sem lýkur með upplýsingunni að það hafi einkennst af miklum framför-
um? Langar miðaldir gera okkur betur kleift að skilja inntak tíma þar
sem hungursneyð og farsóttir geisuðu, fátækt var útbreidd og fólk var
brennt á báli, en þegar líka voru byggðar dómkirkjur og hallir, þegar
borgin var fundin upp eða endurreist, þegar háskólinn varð tdl, ásamt
vinnuhugtakinu, gafflinum, loðfeldinum, sólkerftnu, blóðrásinni, um-
burðarlyndinu, o.m.fl.
í öðru lagi minnir það okkur á að siðmenningarferlið eins og Norbert
EHas lýsti því fyrir okkur9 er enn á sínum fyrstu stigum, jafnvel þótt við
stöndum frammi fyrir hættunni á nýjum dómsdegi, sjálfseyðingu af völd-
um kjamorkustríðs. Þegar Htið er á þetta mikla ferðalag frá svo víðu sjón-
arhomi er betra að horfa yftr langt tímabil, skoða söguna meira út frá því
hvemig djúpstæðar formgerðir þróast, bæði efnislegar og huglægar,
ffemur en að einblína á atburði sem taka stuttan tíma en em yfirborðs-
kenndir.
Loks gerir það okkur betur kleift að svara væntingum allra þeirra sem
í dag hrífast af miðöldum þar sem bæði er að finna uppruna okkar,
9 Norbert Elias (1897-1990), þýskur sagnfræðingur og félagsfræðingur. Hann ritaði
fræga bók um „siðmenningarferbð" sem lýsir siðmenntun Vesturlandabúa sem þró-
unarferli yfir langan tíma. Helsta rit hans er Úber den Prozess der Zivilisation, sozio-
genetishce undpsychogenetische Untersnchtmgen, sem fyrst kom út 1939 en náði ekki at-
hygli fræðimanna fyrr en það kom út á ensku þrjátíu árum síðar -þýð.