Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 182
PREBEN MEULENGRACHT S0RENSEN
Greinin sem hér er birt sýnir þetta vel - en hún fjaUar um það hvað ritaðar
heimildir geta sagt okkur um heiðin trúarbrögð - og vitnar um þá sannfæringu
Sorensens að við eigum ekki annarra kosta völ, viljum við öðlast skilning á for-
tíðinni, heldur en glíma við að túlka ritheimildimar, sem sjálfar fela í sér túlkun
á fortíðinni. Hann tengir saman á nýstárlegan hátt ritnisburð heimilda um heið-
in blót annars vegar og hins vegar það sem þær segja okkur um valdahlutföll í
samfélaginu, milh kirkju og ríkisvalds og milli bænda og konungsvalds. Með því
tekst honum að varpa ljósi á hvorttveggja: hugmyndir sagnaritaranna um
miðstýrt vald, grundvöll þess og takmörk, og vitnisburð sömu heimilda um
heiðnar trúarathainir og um umsldptin milli kristni og heiðni.
I rannsóknum sínum, sem svo mjög snerust um stefnmnót bókmennta og
samfélags, nýtti Sorensen sér hugmjmdir og aðferðir úr öðrum fræðigreinum,
ekki síst mannffæði og trúarbragðafræði, og var að því leyti brautryðjandi inn-
an fornbókmenntarannsókna. Bók hans Nomnt nid: Forestillinger om den umand-
ige mand i de islandske sagaer (1980) er rannsókn á því hvemig brigsl um afbrigði-
lega kynhegðun birtast í bókmenntunum, einkum í sögunum, hvernig í þeim
felast aðdróttanir um getuleysi sem á endanum snúast um hvort einstaklingur-
inn - og þar með ættin - fái haldið sæmd sinni. Sæmdarhugtakið varð síðan lyk-
ilviðmið í doktorsritgerð Sorensens, Fortælling og ære. Studier i islændingesaga-
erne, sem hann varði árið 1993. Þar sýnir hann, m.a. með ítarlegri greiningu á
nokkrum Islendinga sögum, hvernig sæmdin þjónar sem eins konar gangtdrki í
því samfélagi sem sögurnar lýsa - en ekki síður í ffásögnunum sjálfum.
Arið 2001 var úrval ritgerða Prebens Meulengracht Sorensen gefið út í bók-
inni At fortælle Historien: Studier i den gamle nordiske litteratur og sýnir það vel
bæði fjölbreytileg viðfangsefni hans og frumlega nálgun - en líka samfellu í
þeirri viðleitni hans að bera ffam heiðarlega túlkun á höfundanærki hinna fornu
sagnaritara.
Svanhildur Oskarsdóttir
Trúin og valdið
Sumarið 1247 var Vilhjálmur, kardináli af Sabínu og sendimaður Innoc-
entíusar IV páfa, í Björgvin í þeim erindagjörðum að krýna Hákon Há-
konarson konung Noregs. Hann lagði þá einnig á ráðin um málefni
kirkjunnar í landinu, og komist var að samkomulagi um valdaskiptingu
konungs og kirkju. Heimild okkar um þessa atburði er Hákonar saga Há-
konarsonar sem Islendingurinn Sturla Þórðarson skrifaði um 1264, að
beiðni Magnúsar konungs lagabætis. Eitt af þeim málum sem borin voru
180