Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 8
GUÐNI ELÍSSON
„forystu í umhverfismálum". Þessu segist fyrirtækið ná ífam með því að
kolefhisjafna alla nýja Volkswagen-bíla „í eitt ár“ og með því að kolefnis-
jafha alla starfsemi Heklu.4 Fyrirtækin eiga öll í samstarfi við Kolvið,
sjóð á vegum Skógræktarfélags Islands og Landverndar, þar sem hvatt er
til þess að Islendingar kolefhisjafhi samgöngutæki sín, en á vefsíðu sjóðs-
ins er hægt að reikna út það rnagn koltvísýrings sem einstaklingarnir losa
út í andrúmsloftið.5 A sama tíma hafa borgaryfirvöld í Reykjavík lýst því
yfir að nú fái námsmenn ókeypis í strætó og að vistvænir ökumenn verði
verðlaunaðir með því að fá að leggja gjaldfrjálst í bílastæði borgarinnar.6 7
Almennt séð hefur umræðan verið á þessum nótum undanfarna mán-
uði og er það nokkur breyting ffá því skeytingarleysi sem einkenndi
umfjöllunina um gróðurhúsaáhrifin í íslenskum fjölmiðlum misserin á
undan, þá var hún fyrst og ffemst bundin við fréttdr af alþjóðlegum
loftslagsráðstefhum, nýjustu niðurstöðum vísindarannsókna og áhrifa-
miklum verkum á sviði loftslagsumræðunnar eins og bók og heimildar-
mynd Als Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, An Inconvenient
TruthJ Jafnframt voru gagnrýnis- og efasemdaraddir fyrirferðarmiklar í
loffslagsumræðunni hér sem annars staðar, en töluverð andstaða hefur
verið við ráðandi kenningar vísindamanna um hnattræna hlýnun innan
afmarkaðra þrýstihópa í íslensku samfélagi, sérstaklega meðal þeirra sem
eru lengst til hægri í stjórnmálunum.8
4 Morgunblaðið 17. maí 2007, bls. 12-13. Sjá einnig opnuauglýsingu Toyota-umboðs-
ins „Við viljum vaxa með þér - Toyotaskógar“ í Morgunblaðimi 22. júlí 2007, bls. 16-
17.
5 Sjá auglýsingu frá Kolviði í Morgunblaðinu (,Jafnaðu þig í einum grænum") 15. maí
2007, bls. 3. Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, opnaði vefinn sama dag og
auglýsingin birtist. Sjá: „Kvittað fýrir kolefnislosunina“, Morgunblaðið 16. maí 2007.
Heimasíðu sjóðsins má finna á www.kolvidur.is.
6 Sjá fféttirnar „Námsmenn fá ókeypis í strætó og vistvænir ökumenn verðlaunaðir“,
Morgunblaðið 12. apríl 2007, bls. 6; og „Vistvænar bifreiðar fá nú ókeypis stæði í
miðborginni", Morgunblaðið 3. ágúst 2007, bls. 8.
7 A1 Gore, An Inconvenient Tnith: The Tlanetary Etnergency of Global Warming and
What We Can DoAboutlt. New York: Rodale, 2006. Kvikmyndin með sama nafni er
ffamleidd af Paramount Classics, a Division of Paramount Pictures, 2006.
8 George Monbiot lýsir því í innganginum að bandarískri útgáfu bókar sinnar Heat:
How to Stop the Planet From Buming hvernig ákveðin hugarfarsbreyting varð í
Washington á þessu ári, en núna reyna bæði demókratar og repúblíkanar að endur-
skapa sig sem náttúruvemdarsinna eftir að hafa skellt skollaeyrum við öllum varn-
aðarorðum vísindamanna í yfir einn og hálfan áratug. Sjá Heat: How to Stop the Planet
From Buming, Cambridge, Massachusetts: South End Press, 2007, bls. iv-viii.
6