Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 194
NOAM CHOMSKY
miðar að. Aðgerðina köllum við samruna (e. Mergé).lx Nýlegar rann-
sóknir benda til þess að þetta markmið sé raunhæft.
Kjömnnsluaðgerðin samanstendur þ\d af samruna og aðgerðum sem
mynda tilfærslueiginleikann; ummvmdunaraðgerðum eða einhverju
samsvarandi. Sú seinni af þessum tveimur samhliða tihaunmn leitast við
að smætta ummyndtmarþætti í sína einföldustu mynd; þó að hún sé ólík
liðgerðarreglum virðist hún vera óútrýmanleg. Lokaniðmstaðan var
kenningin um að þnir kjarna hugsmíða gildi aðeins ein aðgerð, færið (e.
Mové),22 sem þýðir í raun að færa má hvað sem er hvert sem er; þessu
fýlgja engir eiginleikar sem tilheyra ákveðnu tungumáli eða formgerð.
Hvernig henni er beitt ákvarðast af grundvallarreglum sem verka saman
með vah á ákveðnum færibreytum, rofastillingum, sem ákvarða tiltekið
tungumál. Með samrunaaðgerðinni eru tveir aðgreindir hlutir, X og Y,
teknir og X er tengdur við Y. Með færið-aðgerðinni er tekinn tiltekinn
hlutur, X, og hluturinn Y, sem er hluti af X og Y, látinn renna saman Hð
X.23
Næsta vandamál er að sýna fram á að það sé sannarlega tilfellið að
ótúlkanlegir þættir séu þau gangverk sem koma tilfærslueiginleikanum í
framkvæmd, þannig að tveimur gnmdvallargöllum vinnslukerfisins er
fækkað niður í einn. Það kemur svo í ljós að hvatinn að tilfærslueigin-
leikanum eru skilyrði um læsileika sem komið er á af ytra hugsanakerfi,
en það hafði ég áður lagt til. Þá er göllunum útrýmt algjörlega og snið
tungumála reynist vera ákjósanlegt eftir allt saman; ótúlkanlegir þættir
eru nauðsynlegir sem gangverk sem fullnægja læsileikaskilyrðum sem
almenn bygging hugans/heilans setur.
Það hvernig þessi sameining fer fram er ffemur einfalt ferli, en að
útskýra það ffá öllum hliðum málsins er þó það viðamikið að ekki gefst
21 [Merge, er líklega notað hér í boðhætti sem nafnorð, líkt og Move; hástafurinn gefur
það til kynna. I Setningafræði Höskuldar Þráinssonar (5. útg., Reykjatdk: Mál-
vísindastofnun Háskóla Islands, 1990) er Move a þýtt sem Færið a, en þar sem sam-
runi er ekki til í boðhætti á íslensku (renndu saman, látið renna saman) og enginn
mögulegur staðgengill heldur, verður „samruni“ því að standa.]
22 [Hér er notast við sömu þýðingu og Höskuldur Þráinsson notar í Setningaifræöi, þó
það sé ljóst hvaða merkingu „move“ hefur, þá er ekki sjálfgefið í hvaða mynd það er
notað, þýðing Höskuldar forðar einnig frá samlíkingu við tilfærslu, þ.e. ef „færsla“
hefði verið notað.]
23 [I frumtextanum er notað orðið „merge“ í dæminu um „færið“ en „attach“ í „sam-
runa“. Það virðist því vera samruni fólginn í færið-aðgerðinni, en tenging í sam-
runa-aðgerðinni.]
I92