Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 104
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
betra að nota íslensku ef hægt væri „...en ef þú getur ekki talað verðurðu
að nota eða máttu nota táknmál" (bls. 103). Þar sem ógn stafaði af ís-
lenskunni, bæði vegna þeirrar óraunhæfu kröfu sem gerð var dl heym-
arlausra og einnig vegna þess að íslenskan var alltaf æðri táknmálinu, er
eðlilegt að heymarlausir hafi þróað með sér neikvæð dðhorf til íslensk-
unnar sem enn vara. Samkvæmt Bums o.flú6 geta ják\7æð viðhorf auð-
veldað máltöku annars máls (L2) og Fasold tekur í sama streng.'' Hér er
athyglisvert að skoða stöðu heyrnarlausra og vald íslenskunnar í þeirra
umhverfi. Það em, held ég, flestir, ef ekki alhr, sammála um það að
heymarlausir Islendingar þurfi að læra íslensku þó táknmálið eigi að
vera þeirra fyrsta mál. Islenskan er hins vegar rimiálið þeirra og það mál
sem flestar upplýsingar berast á í samfélaginu (a.m.k. ennþá). Hér má því
velta íyrir sér hvort ekki sé betra að heyrnarlausir hafi jákvæð viðhorf til
íslenskunnar því það geti auðveldað þeim til muna að læra hana og
nema. En ef íslenskan er alltaf „stóra málið“ við hhð íslenska táknmáls-
ins, málið sem kæfir og hefur valdið, er þá hklegt að viðhorfin verði já-
kvæð? Það má leiða Kkur að því að margir heymarlausir líti á íslenskuna
sem ógn og jafnvel eitthvað hræðilegt í sínu hfi. Islenskan er máhð sem
þeir eiga að læra þó þeir eigi erfitt með það, þarna hafi þeir bragðist
bæði foreldrum sínum og samfélagi af því að þeir ná ekki tökum á ís-
lenskunni. Þeir em (eða vora) píndir til að læra hana, minningin um tal-
tíma og endalausa talþjálfun er varla til að vekja upp góðar tilfinningar
til íslensku. Það er því líklegt að margir hejtmarlausir Islendingar hræð-
ist íslenskuna og líti á hana sem máhð sem ógnar táknmálinu.
Til að stöðva þá þróun mætti hafa það að markmiði að minnka þetta
vald og þar með óttarm við íslenskuna. Það mætti gera með því að við-
urkenna táknmálið og vinna að því að það hafi sömu stöðu og sömu við-
urkenningu í samfélaginu og íslenskan. Ef máhn em jafn rétthá og njóta
sömu virðingar em meiri líkur á því að málhafar íslenska táknmálsins
hafi jákvæð viðhorf til íslenskunnar og líti á hana sem „systur“ íslenska
táknmálsins frekar en stóra valdhafarm. Þannig em meiri líkur á þ\7í að
heymarlausir læri íslensku af áhuga og með jákvæðu hugarfari.
56 Sarah Bums o.fl., „Language anátudes", bls. 183.
57 Ralph Fasold, The Sociolijiguistics ofSociety, bls. 148.
102