Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 32
GUÐNI ELISSON
þess að sjá 6000 böm deyja daglega af völdum niðurgangs eða verja
háum upphæðum í loftslagsmál. I fljótu bragði mætti ætla að greinar
Andra og Gunnars í Fréttablaðinu byggist á sérfræðingsrökum og öðrum
hörðum staðreyndum (þeir vísa í skýrslur og prósentutölur máli sínu til
stuðnings). Þó stenst ýmislegt ekki þegar nánar er athugað. Það kostar
t.a.m. ekki jafnmikið að fara eftir ákvæðum Kyoto-bókunarinnar í eitt ár
og það kostar að sjá hverju mannsbarni á jörðinni fyrir aðgangi að fersk-
vatni til eilífðarnóns. Síðarnefhda upphæðin er óendanlega há en fyrr-
nefnda upphæðin er það ekki.
I ljósi þess að andstaðan við ráðandi loftslagskenningar er fyrst og
fremst bundin við þá einstaklinga sem lengst era tdl hægri í stjórnmálum
ætti það ekki að koma nokkrum á óvart að Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson hefur um nokkurt skeið verið einn helsti andstæðingur kenning-
arinnar í íslenskri umræðu eins og sést glögglega á fjölmörgum pistlum
hans um efnið í Fréttablaðinu. I einum pistli leggur hann umhverfisvernd
og sósíalisma að jöfnu („Rousseau í stað Marx?“) eins og fyrr kom
fram,52 í öðram dregur hann í efa þá kenningu að loftslagsbreytingarnar
séu af mannavöldum („M mannavöldum?“). Tómas Jóhannsson, jarð-
eðlisfræðingur við Veðurstofu Islands, og Jón Egill Kristjánsson, pró-
fessor í veðurfræði við Oslóarháskóla, svöruðu Hannesi og bentu á
ýmsar rangfærslur í málflutningi hans (,,„Svindl“ í umræðu um loftslags-
mál“). Hannes svarar þeim í þriðja pistlinum um loftslagsmál („I naíni
vísindanna“) og varar þar við þeirri tilhneigingu að misbeita vísindunum
í þágu einhvers málstaðar: „Eg ætla ekki að öskra mig hásan með eða á
móti einhverri einni tilgátu um loftslagsbreytingar, enda væri það fárán-
legt. En ég hef iðulega séð, hvernig reynt hefur verið að nota vísindin
eins og sleggju til að slá niður andstæðinga frekar en kastljós til að lýsa
upp veraleikann.“53
Hannes gengur hvergi lengra í því að grafa undan vísindalegu gildi
loftslagsrannsókna en í pistlinum „Vísindi eða iðnaður?“, sem birtist í
Fréttablaðinu í nóvember 2006. Þar ber hann fyrir sig heilbrigða skyn-
semi og gagnrýna efahyggju, og varar við þeim einstaklingum sem að-
52 Ég vitna í pistdl Hannesar í neðanmálsgrein 34.
53 Sjá pistla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, „Rousseau í stað Marx?“,
Fréttablaðið 10. nóvember 2006, bls. 30; „Mmannavöldum?“, Fréttablaðið, 30. mars
2007, bls. 32; og „í nafni vísindanna“, Fréttablaðið, 13. apríl 2007, bls. 28. Pistill
Tómasar Jóharmssonar og Jóns Egils Kristjánssonar, ,,„Svindl“ í umræðu um lofts-
lagsmál“, birtist í Fréttablaðinu 11. apríl 2007, bls. 22.
3°