Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 152
SIGURÐUR PETURSSON
fessor hafi tahð bréfið nánast innihaldslaust, nullius fere argumenti, og
hann hefur eflaust eitthvað til síns máls í því.18 Engu að síður er gildi
bréfsins mikið að mínum dómi. Það sýnir í fyrsta lagi mikið traust sem
ríkir milli bréfritara og viðtakanda á þeim miklu umbrotatímum sem þá
voru í íslensku samfélagi og áttu eftir að aukast næsta áratuginn. Jóni
hefur bersýnilega verið farið að lengja eftir bréfi frá Gissuri og hefur
kvartað undan því að hann hafi beðið í næstum ár. Gissur ber ekki á móti
því en segir um leið að ástæða þess sé ekki að hann hafi gleymt Jóni, né
vilji leyna hann því sem sé að gerast í Skálholti eða hafi gerst þar efdr að
Jón fór þaðan. Astæðan sé einfaldlega sú að ekkert hafi þar gerst sem sé
þess virði að skrifa um. Þar að auki hafi hann ekki átt kost á hentugum
bréfbera og loks að bréf sín séu ekki þess eðlis að hann þori að senda þau
gáleysislega. Hann endurtekur að ekkert sé að ffétta og að haim viti
ekkert um ákvarðanir biskups. Af orðum Gissurar er ljóst að þeir Jón
hafi verið skoðanabræður og rætt eitt og annað í Skálholti sem ekki mátti
berast til hvaða manns sem var. Hafa ber í huga að einmitt um þetta leyti
hafði Lútherstrú verið komið á í Danmörku og að kirkjuskipan Kristjáns
m barst Eklega til landsins skömmu efdr að bréf þetta var ritað. Gissur
og Jón hafa þH trúlega haft grun um hvað væri að gerast í Danmörku og
við hverju mætti búast hér á landi. Um svipað leyud skrifar Gissur túni
sínum og samherja Oddi Gottskálkssjmi einlægt bréf.19 Orðalag er á
nokkrum stöðum svipað því sem er að finna í bréfinu til Jóns en sýnir að
öðru leyti að Gissur telru Odd velgerðarmann sinn og að þeir hafi báðir
verið að vinna að málefhum nýs siðar þótt hljótt hafi farið. Hann leggur
áherslu á náið samband þeirra með því að nota orðin socius, bandamaður,
frater charusimus, kærasti bróðir, og amicus, vinur, en ekki er hvað síst at-
hyglisvert að hann ávarpar Odd eins og Jón með orðunum vir human-
issime, þú mannkostamaður, og tekur reyndar eim dýpra í árinni þegar
hann segist reiða sig á mannúð huga hans, fretus animi tui humanitate,
sem leiðir hugann óneitanlega að þeirri ímynd húmanista að þeir legðu
stund á málefiú sem snerm manninn, studia humanitatis, þótt vissulega
beri að varast oftúlkanir hér eins og endranær. Enn eitt bréf er varðveitt
frá árinu 1538 en viðtakandi er því miður ókunnur.20 Þetta er Unarbréf
18 Diplomatarium Islandicum X, 117, bls. 350.
19 Sama ritX, 108, bls. 340-342.
20 Sama rit X, 116, bls. 349.