Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 145
SlGURÐUR PÉTURSSON
Á slóð húmanista á íslandi
Brevis Commentarius
Árið 1593 birtist á prenti í Kaupmannahöfn ritið Brevis Commentarius de
lslandia eftir Arngrím Jónsson (1568-1648) sem þá var staddur í Dan-
mörku í erindagjörðum ffænda síns og velunnara, Guðbrands Þorláks-
sonar (1542-1627), biskups á Hólum. Ritið markaði tímamót að ýmsu
leyti. Það varð ekki aðeins til að beina athygli erlendra manna að þeim
mikla sagna- og bókmenntaarfi sem var að finna á Islandi heldur var það
einnig íyrsta meiri háttar latínurit eftir Islending sem prentað var og
ætlað var alþjóðlegum lesendahóp. Ritið er kynningar- og varnarrit fyrir
Island og var fyrsta ritið sem höfundur ritaði í þessum flokki á löngum
ritferli sínum.1 Brevis Commentarius er ágætt dæmi um bókmenntaverk í
anda húmanismans, þeirrar öflugu menningarstefnu endurreisnarinnar
sem hófst á Italíu á 14. öld. Hún sótti innblástur og fyrirmyndir til
fornmenrúngar Grikkja og Rómverja og hafði málefhi tengd manninum
í fyrirrúmi. Því nefndu Italir á 15. öld þann mann umanista sem lagði
stund á fræðin um hið mannlega, studia humanitatis, og var góður sam-
hljómur milli þessa og hinna mannlegu gilda sem finna mátti í ýmsum
verkum fornaldar. Með starfi sínu um nokkurra alda skeið víða um
Evrópu skiluðu húmanistar miklum menningararfi en það var hins vegar
ekki fyrr en á 19. öld að farið var að kalla þessa menntastefnu í heild
1 Önnur rit Amgríms sem telja má til sama flokks eru: Anatome Blefkeniana, Hólum,
1612; Epistola pro Patria Defensoria, Hamborg, 1618; og Specmien Islandice Historicum,
Amsterdam, 1643. Öll eru þessi rit endurútgefin í ritsafhinu Arngrimi Jonae Opera
Latine Conscripta I-IV, Bibliotheca Amamagnæana EX-XII, Kaupmannahöfn: Ejnar
Munksgaard, 1950-1957, sem Jakob Benediktsson sá um. Sigurður Pétursson, „Ice-
land“,H History ofNordic Neo-Latin Literature, ritstj. Mirrna Skafte Jensen, Odense:
Odense University Press, 1995, bls. 96-128, hér bls. 102-104.
Ritiö 1/2007, bls. 143-158.
J43