Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 149
Á SLÓÐ HÚMANISTA Á ÍSLANDI
stundað nám við skóla í Bergen en þar var ágætis latínuskóli enda var
menningarlíf öflugt í Bergen á 16. öld og bárust þangað bæði straumar
húmanisma og siðbreytingar þegar á fyrri helmingi aldarinnar. Olafur
hefur því trúlega kunnað eitthvað í latínu og trúlega haft meira en nasa-
sjón af þeim miklu hræringum sem áttu sér stað í norðanverðri Evrópu
fyrri part ævi hans. Annar maður, líklega nokkrum árum eldri en Ölafur,
fylgdist greinilega vel með þessum hræringum. Það var Oddnr Gott-
skálksson (d. 1556) Nikulássonar biskups á Hólum, síðar lögmaður, sem
menntaðist vel í Þýskalandi, Danmörku og Noregi, líklega í Bergen, og
ekki er ástæða tdl þess að efast um að hann hafi kunnað latínu.11 Ekki er
hins vegar vitað hvort hann eða Olafur Hjaltason höfðu mikil per-
sónuleg kynni af hinum svo kölluðu Bergenshúmanistum, Mattis Stors-
son (um 1500-1569), Geble Pedersson (um 1490-1557) og Absalon
Pedersson Beyer (1528-1575), sem létu mikið að sér kveða í menningar-
málum þar um slóðir og sömdu að minnsta kosti tveir þeirra rit á dönsku
og latínu.12 Marteinn Einarsson (um 1510-1576), annar lútherski
biskupinn í Skálholti, lærði sína latínu á Englandi og bræður hans, Pétur
(d. um 1595), prestur í Hjarðarholti og officialis, og Þorvarður (d. 1545),
stúdent við Háskólann í Kaupmannahöfn, menntuðust báðir erlendis.
Ari Jónsson (um 1509-1550) lögmaður Arasonar biskups er og talinn
latínulærður, þótt ekkert sé vitað írekar um nám hans.13 Þess skal og
getið að Eggert Hannesson (1515/18-1583) síðar lögmaður dvaldist á
unga aldri í Hamborg og mun hann ætíð hafa átt þar sambönd enda lést
hann þar. Ekki er vitað neitt með vissu um menntun hans en þar sem
hann var ríkmannssonur hefur þeim þætti uppeldis hans trúlega verið vel
sinnt og staðreynd er að hann bast Gissuri Einarssyni, síðar biskupi,
vináttuböndum og eitthvað hafa þeir því átt sameiginlegt.14 A þeim
ánun sem flestir þessara manna dvöldust erlendis var húmanisminn
farinn að eflast verulega í Þýskalandi, Niðurlöndum og á Englandi. Af
11 Um menntun Odds: Vilborg Auður Isleifsdóttir, Siðbreytingin á Islandi 1537-1565,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1997, bls. 148-151; og „Oddur norski og
Nýja testamentið 1540“, Ritniennt 10, Reykjavík: Landsbókasafn Islands - Háskóla-
bókasa&i, 2005, bls. 133-150.
12 Norges Litteratur Historie I, ritstj. Edvard Beyer, Osló: J. W. Cappelens Forlag A.S.,
1974, bls. 354-365.
13 Um latínulærdóm Ara: Finnur Jónsson, Historia Ecclesiastica Islandiœ n, bls. 668; og
Lbs. 647 4to, bls. 489.
14 Vilborg Auður Isleifsdóttir, Siðbreytingin á íslandi 1537-1565, bls. 152-156.
147