Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 115
ÉG ÞARF ENGIN FORNRIT TIL AÐ VITA AÐ ÉG ER ÍSLENDINGUR
konar afturganga eða vofa“18 og Böðvar Guðmundsson hefur notað orð-
in „ósnortin jómfrú“ í sama tilgangi.19 Það má líka segja að litið hafi ver-
ið á tunguna sem ósnertanlegan dýrgrip sem að margra mati var ekki á
allra færi að „handleika“ svo vel væri. Slíkar hugmyndir greinir t.d. Gísh
Pálsson í skrifiun nokkurra málfræðinga í upphafi 8. áratugar síðustu
aldar.20 Þegar slík viðhorf verða útbreidd verður fólk ofúrmeðvitað um
mál sitt sem getur leitt til þess að það veigrar sér hreinlega við að tjá sig
við ákveðnar aðstæður; það fylhst með öðrum orðum svokölluðum
málótta. Málótti er náskyldur ofvöndun,21 það er þegar fólk vandar sig
svo mikið að það býr til málvillur. Það var til dæmis raunin þegar einn
viðmælandinn sagði frá því að hann hefði verið á leið í útvarpsviðtal þeg-
ar móðir hans hrópaði á eftir honum: „Þú manst að segja ég langar“.
I þessu tilviki hefur hræðslan við að nota ranglega þolfalls- eða þágufalls-
ffumlag í stað nefhifalls, eins og þegar fólki segir mig eða mér hlakkar í
stað ég hlakka, orðið til þess að viðkomandi notar nefnifallsffumlag þar
sem réttilega á að vera þolfallsfrumlag, mig langar.
Þessi notkun á þágufallsffumlagi þar sem talið er réttara samkvæmt
eldri málvenju að hafa nefnifallsfrumlag eða þolfallsfrumlag hefur verið
kallað „þágufallssýki“. Þessi nafngift er í raun lýsandi fyrir þetta viðhorf
sem fyrr var lýst, að íslenskan mætti alls ekki taka breytingum; hún er þá
ekki lengur hrein heldur „sýkt“. Þó að það tíðkist ekki lengur að brenni-
merkja málvillur á þennan hátt er eins og hefðin sé svo sterk að enginn
hafi vald til að aflýsa hættuástandi og lýsa þágufallssýki sem hverri
annarri málbreytingu. Það skiptdr engu máli þótt fleiri en einn málfræð-
ingur hafi sýnt ffam á að þágufallssýkin styrki fallakerfi íslensku frekar
en hitt22 og að samkvæmt nýlegri rannsókn líti út fyrir að þágufallssýk-
in sé að vinna á.23
18 Gísli Pálsson, „Sprák, text och identitet i det islandska samhallet", Scripta Islandica
47/1996, bls. 33-46, bls. 34. Þýðing Þórdísar Gísladóttur, „Þjóð í hlekkjum tungu-
málsins", Tímarit Máls og menningar 1/1998, bls. 99—106, bls. 100.
19 Böðvar Guðmundsson, „Gamanbréf til góðkunningja míns Olafs Halldórssonar, með
alvarlegum undirtóni þó“, Tímarit Máls og menningar 3/1997, bls. 94—106, bls. 99.
20 Gísb Pálsson, „Vont mál og vond málfræði“, Skímir 153/1979, bls. 175-201, bls.
191.
21 Sama rit, bls. 181.
— Þar má nefna Eirík Rögnvaldsson, „Þágufallssýki og fallakerfi íslensku", Skíma
6/1983, bls. 3-6.
23 Jóhannes Gísfi Jónsson og Þórhallur Eyþórsson, „Bre\TÍngar á frumlagsfalb í ís-
lensku“, íslenskt mál 25/2003, bls. 7-40.