Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 86
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
atriði rædd sem gætu sagt til um viðhorf íslendinga til íslenska táknmáls-
ins og málhafa þess.
íslenskan hefur valdið
Islendingar eru fámenn þjóð og líta þess vegna á íslensku sem mál fárra
og málsamfélag íslensku lítið. Það er visstdega rétt þegar litið er á tungu-
mál á heimsmælikvarða. En myndin breytist töluvert þegar hún er tak-
mörkuð við ísland, eyjuna sjálfa. A íslandi er íslenskan það mál sem allt
gengur út á, allir tala og allir skilja. Islenskan hefur sterka stöðu, þrátt
fyrir að hafa þurft að verja sig fyrir ágangi stærri nágrannamála þá hefur
hún staðið af sér flest. Það eru ekki mörg ár síðan íslenskan var svo að
segja eina máhð hér á landi en á síðustu árum hefur málsamfélögum á
landinu fjölgað. Hér á landi eru hópar fólks sem hafa annað móðurmál
en íslensku, t.d. pólsku. Sá hópur sem oft gleymist þegar rætt er um
minni málsamfélög á íslandi eru heyrnarlausir, þeir sem telja íslenska
táknmálið sitt móðurmál. í því samhengi er íslenska stóra málið við hlið
smárra málsamfélaga - og íslenskan hefur valdið.
Minnihlutamál
Islenska táknmálið er fyrsta mál u.þ.b. 250 íslendinga. Þó það hafi ekki
verið viðurkennt með lögum sem móðurmál þessa hóps er það viður-
kennt sem fyrsta mál2 í kennslu þeirra sem á þurfa að halda.3 Svipuð
Hér er annars vegar talað um táknmálið sem móðurmál og hins vegar sem fjTSta mál
heyrnarlausra. I sumum tilvikum, eins og þegar móðurmál er það mál sem lærist
fyrst, getur fyrsta mál og móðurmál verið það sama (Anne Hoigárd, Bams sprákut-
vikling. Muntlig ogskriftlig, Osló: Universitetsforlaget, 2006, bls. 79-80). Hins veg-
ar er auðvelt að finna dæmi um það að fyrsta málið sem lært er sé ekki endilega það
mál sem viðkomandi skilgreinir sem móðurmál sitt eða það mál sem hann/hún kann
best (Suzanne Romaine, Bilingualism, Oxford: Blackwell Publishing, 1995, bls. 20).
Skutnabb-Kangas skiptir skilgreiningum á móðurmáli í fernt, efrir því við hvað er
miðað (Tove Skutnabb-Kangas, Bilingualisni or Not. The Education of Minorities,
Avon: Multilingual Matters, 1981, bls. 12-20). Þannig getur móðurmál (ensk heiti
frá Skumabb-Kangas eru irrnan sviga) verið það mál sem við lærum fyrst (origin),
það mál sem málhafi (eða einhver annar) lítur á sem sitt móðurmál (attitudes/iden-
tificatioii), það mál sem málhafi kann best (competence) eða það mál sem málhafi notar
Sjá ASalnámskrá grunnskóla. Islenska, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 1999.
84