Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 19
NU ER UTI VEÐUR VONT
farsóttir, eyðingu regnskóganna, gatið á ósonlaginu, loftsteina, notkun
eiturefiia og hormóna í landbúnaði, erfðabreytt matvæli og aldamóta-
vandann sem tengdur var tölvukerfiim heimsins.20
K\'i kmvndaframleiðen dur hafa endurspeglað og fært sér í nyt þá al-
mennu ónotatilfinningu sem dómsdagsumræðan hefirr vakið, en á síð-
ustu árum hefur Hollywood sent frá sér fjölda heimsslitamynda þar sem
keppst er við að draga fram endalokin með sem efdrminnilegustum
hætti. Stundum ógnar óvinaher utan úr geimnum jörðinni (t.d. í Inde-
pendence Day (1996), War of the Worlds (2005) og Tranformers (2007)) eða
þá að öllu h'fi á jörðinni steðjar hætta af yfirvofandi árekstri loftsteina
(Armageddon og Deep Impact, báðar frá 1998). I The Day After Tomorraw
(2004) er lýst ógnvænlegum áhrifum loftslagsbreytinga og kvikmyndirn-
ar Outbreak (1995), 28 Days Later (2002) og 28 Weeks Later (2007) segja
frá ægilegum vírusum sem geta hæglega eytt öllu mannkyni verði út-
breiðsla þeirra ekki stöðvuð. Svona mætti lengi telja.211 inngangi að bók
sinni um hamfarakvikmyndir, Visions of the Apocalypse: Spectacles of De-
struction in American Cinema, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri
spumingu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró
búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá
yrði loks follkomnu jafiivægi komið á í hreyfingarleysi dauðans.22
Eflaust búa ólíkar hvatir að baki hrakspárorðræðunni. Einhverjir stýr-
ast hugsanlega af þeim örvandi dómsdagslosta sem Ereaut og Segnit
kenna við æsandi áhrif kláms, en fleiri vona eflaust að með svo afdrátt-
arlausu tah megi hrista nægilega upp í almenningi til þess að loksins
20 - Sjá Simnn Pearson, Tbe End of the World: From Revelation to Eco-Disaster. Sams konar
greinargerð má finna í bók Sir Martins Rees, Our Final Hour. A Scientist’s Waming,
sem getið var hér að framan. Undirtitill bókarinnar fangar efhi hermar fullkomlega:
„How terror, error and environmental disaster threaten humankind’s fnture in this
century - on earth and beyond“.
21 Kvikmyndaffamleiðendur ýta gjaman undir hrakspárorðræðuna með ýmiss konar
hamfaramyndum sem allar eiga það sammerkt að líf jarðarbúa hangir á bláþræði.
Þessar myndir skipta tugum og þeim hefur síst fækkað á síðustu ámm. (Sjá t.d. grein
Sigurðar Finnssonar: „Enn er heimurinn að farast: Hamfaramyndir þá og nú“ í
Heimi kvibnyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls.
577-582; og Wheeler Winston Dixon, Visiuns of the Apocalypse: Spectacles of De-
stniction in American Cinema, London og New York: Wallflower Press, 2003.)
22 Sjá Wheeler Winston Dhton, Visions of the Apocalypse: Spectacles of Destniction in
American Cinema, bls. 2-3.
17