Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 125
ÉG ÞARF ENGIN FORNRIT TIL AÐ VITA AÐ ÉG ER ÍSLENDINGUR
gagnsætt orð og líklega fáir sem átta sig á tengingunni við orðið völva
eins og Benedikt heldur fram má engu að síður ætla að hann sé með
þessum orðum að lýsa velþóknun sinni á slíkum eiginleikum nýyrða.
Þessar hugmyndir sem Benedikt gerir sér um góð nýyrði, að þau séu
gagnsæ og lýsandi, eru ekki í takt við raunveruleg einkenni flestra ný-
yrða. Það er frekar hægt að segja að þau tengist öðrum innlendum orð-
um á ýmsan hátt, hafi sömu rót, stofn, viðskeyti eða forskeyti. Guð-
mundur Finnbogason orðaði það svo að þau eigi sér þannig „frændstyrk“
í málinu,28 og þó að menn skilji ekki ávallt sjálfkrafa merkingu nýyrða
renni þá að minnsta kosti í grun á hvaða merkingarsviði þau eru.29 Ekki
er þess vegna víst að Benedikt væri eins hrifinn af orðinu tölva ef það
kæmi fram á sjónarsviðið núna.
Sú mikla krafa að nýyrði þurfi að vera gagnsætt og hafa svo mikinn
skýringarmátt að orðið eitt geti varpað ljósi á eðli fyrirbærisins veldur
því að nýyrði getur átt mjög á brattann að sækja í samkeppninni við hina
erlendu fiummynd. Dæmi um þetta kemur fram í máli eins viðmæland-
ans er hann tjáir sig um galla nýyrðisins stafrænn.
Atli: [...] sum orðin eru svo erfið í tjáningu eins og sko, „heyrðu, ég ætla að fá
eina digitalmyndavélíl, „láttu mig hafa eina stafræna myndavél“, þú veist. Og
héma er stafrænn, héma erum við búin að segja um hvað snýst þessi tækni
en sko ég þori að fúllyrða að 95% af Islendingum veit ekki hvað stafræn
tækni er.
Spyrill: Neinei, neinei ég hef ekki hugmynd um það.
Atli: Eg hef innsýn inn í þetta skdurðu. Ég hef heyrt þetta, hvemig kerfið er en
ég get ekki teiknað það á blað fyrir þig hvemig það virkar. En samt, það er
búið, þetta er stafrænt þannig að mér finnst sum vera svo ee vera svo slæm
að þú forðast að nota þau, erfið.
Spyrill: Já, finnst þér þetta slæmt, stafrænn?
Atli: Já já, ég meina, hvað er stafræn myndavél? Þetta hljómar bara eins og
stafakarlamir.3 0
Orðið stafrænn er ekki lýsandi þar sem verið er að reyna að lýsa ólýsan-
legri tækni eftir því sem Atli segir, með öðrum orðum það er ekki hægt
28 Guðmundur Finnbogason, „Hreint mál“, Skímir 12/1928, bls. 143-155, bls. 148.
29 Halldór Halldórsson, „Þörf á nýyrðum og sigurlíkur þeirra“, bls. 93-98, bls. 95.
30 Stafakarlamir eru persónugerðir bókstafir í bamaefni eftir Bergljótu Amalds, m.a. í
samneftidri bók sem fyrst var gefin út af Skjaldborg 1996.
I23