Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 122
HANNA ÓLADÓTTIR
kafar dýpra er maður kannski alveg svona [...] Náttúrlega bara íslenska stolt-
ið, bara við erum vddngar og þúsund ára þjóð og ailt það.
Benedikt: Eg er kominn í algera mótsögn, þetta endurspeglar kannski svolítið
þetta konfbkt, sko, maður er að tala tvö tungumál og maður lifir á Islandi og
maður bfir í heiminum og héma maðtu- er klofinn í herðar niður. Það er eins
og ég segi, þetta getur ekki hfað, jú, þetta getur hfað saman en þá verður
þetta flóknara, ææ.
Merkja má hér ákveðna togstreitu hjá viðmælendunum, sér í lagi hjá Ara
og Benedikt. Þetta sýnir þó þann veruleika sem blasir við í íslensku mál-
samfélagi, enskan er komin upp að hhð íslenskunnar, að minnsta kosti í
viðskiptabfinu sem sífellt stærri hluti þjóðarinnar er að verða hluti af.
Það er erfitt að ímynda sér annað en að það hafi áhrif á viðhorf fólks. I
ljósi þessa er forvitnilegt að skoða viðhorf viðmælendanna til notkunar á
enskum orðum í íslensku og hvort hreinleikahugmyndir eigi þar yfirleitt
upp á pallborðið.
Lítum fyrst á hvað viðmælendurnir hafa að segja um notkun enskra
orða í íslensku. I þremur skriflegum spumingum voru þeir beðnir að
svara því hvort þeim fyndist að það ætti að nota íslenskt orð þegar það á
í samkeppni við samsvarandi enskt orð. Þeir voru beðnir um að dæma
mismunandi orðapör þar sem annað orðið var enskt og hitt var íslenskt
nýyrði. Tekið var mið af útbreiðslu orðanna, bæði ensku orðanna og ís-
lensku nýyrðanna. Markmikið með spurningunum var að kanna hvort
vægi þyngra í viðhorfi fólks hverrar tegundar orðið væri, það er hvort
það væri nýyrði eða enskt að uppruna, eða hversu útbreitt og tdðurkennt
það væri í málinu, óháð uppruna og gerð. Yfirht yfir spumingarnar þrjár
og svör viðmælendanna við þeim má sjá í töflu 1.
Þegar tölurnar í töflu 1 em skoðaðar kemur í ljós að 18 af 24 viðmæl-
endum em algjörlega eða frekar sammála því að nota eigi íslenska orðið
ffekar en það enska þegar íslenska orðið er algengara í máhnu. Þessi tala
lækkar efdr því sem íslenska orðið er sjaldgæfara; fer niður í 15 þegar ís-
lenska og enska orðið era jafhalgeng og niður í níu þegar enska orðið er
algengara. Það er því augljóst að eftir því sem íslenska orðið er meira
notað em fleiri viðmælendur þeirrar skoðunar að nota eigi slík orð. Þetta
kemur ekkert sérstaklega á óvart. Utbreiðsla orðanna og sú orðanotkun
sem tíðkast hefur greinilega áhrif á viðhorf meðal viðmælendanna. Þetta
á þó ekki við hjá þeim öllum.
120