Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 75
SAMFELAG MALNOTENDA
endur frá Evrópu á 19. öld fluttu með sér menningararf sinn sem síðan
þróaðist og dafnaði í nýja landinu, enda af sama meiði og sú menning
sem fyrir var.29
Fleiri þættir en sterk sjálfsmynd geta haft áhrif á aðlögun innflytj-
endahópa. Félagsmálfræðingamir FePage og Tabouret-Keller30 lýsm í
rannsóknum sínum hvernig sjálfsmynd málhafa á eyjum í Karíbahafinu
varð til í samskiptum við aðra og hvernig sú mynd sem þeir vildu að við-
mælendur þeirra hefðu af þeim væri samtvinnuð mngumáli þeirra, mála-
afbrigði og jafnvel einstökum orðum og málfræðilegum einkennum.
Susan Gal31 hefur lýst áhrifum tungumálsins á þróun samskipta í stjórn-
málum, fjármálum og milli kynja meðal fólks af ungverskum uppruna í
Austurríki efdr seinni heimsstyrjöldina þegar samfélög sem áður voru
tvítyngd urðu eintyngd og málskipti átm sér stað. LePage og Tabouret-
Keller og einnig Gal hafa lýst mjög námkvæmlega á grundvelli emp-
írískra rannsókna hversu fjölbreytilegar ástæður geta legið á bak við
ákvörðun um hvaða mál menn kjósa að nota við tiltekin tækifæri í fjöl-
tyngdum samfélögum, hver ávinningurinn er af valinu og hvaða skilaboð
era gefin með því. Hugtakið málleg sjálfsmynd (e. linguistic identity) varð
tdl í kjölfarið en með því er átt við hvernig einstaklingamir sjá sjálfa sig
og hvaða áhrif sjálfsmynd hefur á málnotkun en þó ekki síður á
máltileinkun. Málleg sjálfsmynd hefur áhrif bæði í formlegu tungumála-
námi í skóla og þegar innflytjendur reyna að læra málið í samskiptum við
aðra, eins og reynslan hefur sýnt á Islandi og rætt verður frekar um hér
síðar í greininni. Dömyei32 segir frá því hvernig nemendur í Ungverja-
landi völdu ensku ffarn yfir rússnesku sem fyrsta erlenda máhð fljótlega
efdr fall Sovétríkjanna. Enskan verður tákn aðskilnaðar frá yfirráðum
Sovétríkjanna, tákn vestrænna, nútímalegra gilda o.s.frv. Alþekkt er
meðal enskukennara í New York að erfitt er að kenna nýjum innflytjend-
um staðlað afbrigði af ensku þegar nemendur samsama sig blökkumönn-
um eða fólld af mið-amerískum uppruna og vilja fremur tala með hreim
29 Sama rit, bls. 97.
30 R. LePage og A. Tabouret-Keller, Acts of Identity. Creole-based Approaches to Language
and Ethniríty, Cambridge: Cambridge Umversit}' Press, 1985.
31 Susan Gal, Language Shift: Soríal Determinants of Lingnistic Change in Bilingnal
Austria, New York: Academic Press, 1979.
32 Z. Dömyei, The Psychology of the Language Leamer: Individnal Dijferences in Second
Language Acquisition, Mahwa, NJ: Erlbaum and Associates, 2005.
73