Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 70
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
• móðurmálsfærni í tveimur eða tleiri tungumálum,
• innsýn í tvo menningarheima,
• skilningur á tengslum máls og menningar með tilliti til
- málhegðunar,
- viðhorfa til annarra menningarheima,
• gott innsæi í eðli tungumála, sem auðveldar tungumálanám
almennt,
• íjölþætt hugsun (e. divergent thinking),
• vitsmunalegur sveigjanleiki,
• þroskuð málvimnd.15
Jákvæðra áhrifa tvítyngis gætir allt æviskeið mannsins eins og rannsókn-
ir Bialystok o.fl. hafa sýnt.16
I ljósi aukinna fólksflutninga milli landa er það meðal hlutverka
menntakerfa nútímans að sjá til þess að málþroski barna sem sækja
menntun á öðru máli en móðurmálinu truflist ekki, þ.e. smðli að mál-
viðbót en ekki málskipmm, og að auki að sú þekking sem börnin koma
með glutrist ekki niður meðan þau tileinka sér nýja málið. Börn eru vel
í stakk búin til að læra fleiri en eitt tungumál en ílagið þarf að aðlaga
þegar um er að ræða seinni tungumál. I námskrá í íslensku sem öðru
máli segir að stefnt skuli að virku tvítyngi barna með annað móðurmál
en íslensku.1, Með því að stuðla að virku tvítyngi má koma í veg fýrir
mörg þeirra vandamála sem fýlgja skorti á menntun og tækifæmm ungs
fólks af annarri og þriðju kynslóð innflytjenda. Til þess að svo megi verða
þarf að endurskoða innihald almennrar kennaramenntunar, námsefni og
kennsluaðferðir með tilliti til breytts nemendahóps.
Það vill svo til að gott dæmi um jákvæð áhrif tvítyngis má finna í sögu
Vestur-Islendinga, sérstaklega þeirra sem settust að í „Nýja Islandi“ og í
kringum Mountain í Norður-Dakóta þar sem íslenskan hefur lifað hvað
lengst. Vestur-íslendingar lögðu áherslu á enskunám strax á fýrstu dög-
um landnáms en velgengni þeirra má ekki síst rekja til þess að íslensku
börnunum var kennt að lesa heima fýrir, eins og tíðkast hafði á Islandi,
15 Josiane Hamers og Michel Blanc, Bilinguality and Bilingualism, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1989.
16 Ellen Bialystok, „Bilingualism: Cognitive effects across the Iifespan“, erindi haldið
á ráðstefnu EUROSLA í Donostia, Baskalandi, 5. september 2004.
17 Aðahiámskrá gnmnskóla. Islenska , 1999, bls. 84.
68