Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 45
NU ER UTI VEÐUR VONT
hvetja stjórnmálamenn til þess að beita sér fyrir aðgerðum sem tak-
mörkuðu það frelsi sem við þekkjum í dag og síðast en ekki síst myndu
meinlætarökin beinast gegn okkur sjálfnm ekki síður en öðru fólki.'4
Það er ekká líklegt að sú hugarfarsbylting sem Monbiot kallar efdr
verði að veruleika á þeim tæpa aldarfjórðungi sem hann og þeir vís-
indamenn sem hann vitnar til telja Vesturlandabúa hafa til að bregðast
við með raunverulegum mótvægisaðgerðum. Ef tíminn sem við höfum
til stefnu er ekki meiri ætti einnig að vera ljóst hversu vonlítil sú lausn er
að neyslubinda umhverfisvitundina eins og Ereaut og Segnit leggja tdl að
gert verði. Þó að almennri sátt yrði náð í samfélaginu um að raunveru-
leg ógn stafi af gróðurhúsaáhrifum myndi sama ruglingslega og þver-
sagnakennda umræðan skapast um lausnir loftslagsvandans þegar fyrir-
tæki kepptust um að næla sér í sneið af koltvísýringskökunni. Margar
loftslagslausnirnar yrðu fyrst og fremst markaðslausnir og almenningur
yrði jafn ringlaður og áður. Flestir sem létu sig málið varða kysu líklega
að láta gott af sér leiða með öðrum hætti en beinum fórnum, t.d. með
því að slökkva á ljósunum einu sinni í viku og vera með kertakvöld,7 3
nota vistvæna sápu, eða kaupa barnafatnað úr lífrænni baðmull. Pernilla
Halldin, upplýsingafulltrúi verslunarkeðjunnar H&M, segir:
Loftslagsbreydngar eru svo mikið í umræðunni um þessar
mundir að ég held að flestir séu núorðið meðvitaðir um
umhverfið og þann vanda sem að okkur steðjar. Hins vegar
veit ég ekki hversu mikil bein áhrif umræðan hefur á hegðun
neytenda. Þó er augljóslega mikil eftírspurn efrir lífrænum
fatnaði meðal viðskiptavina okkar. Það sést best á því að við
fengum gríðarlega fjölmiðlaumfjöllun vegna umhverfisvænu
bómullarlínunnar - og ekki síður vegna þess að hún seldist
upp./6
74 George Monbiot, Heat: Horw to Stop the Planet From Buming, bls. 215.
75 Ég hef séð fjöldann allan af heimildaþáttum í Englandi um orkusparnað þar sem
fólk er hvatt til þess að draga úr orkuneyslunni með kertakvöldum. Staðreyndin er
þó sú að kerti eru 71 sinni orkufrekari ljósgjafi en hefðbundin ljósapera og 357 sinn-
um orkufrekari en flúorperur. Um þetta má lesa í bók Godfreys Boyle og Janet
Ramage, ritstj., Energy Systems and Sustainability, Oxford: Oxford University Press,
2003, bls. 104. Sjá frekari dæmi um þversagnimar í umhverfisumræðunni hjá George
Monbiot, Heat: How to Stop the Planet From Baming, bls. xiv-xvii.
76 Asta Andrésdóttir, „Tíska með samvisku“, bls. 64.
43