Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 164
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
Til að skilja íslenska þjóðarímynd samtímans og þá sýn sem notuð er
til landkynningar er mikilvægt að skoða stuttlega mótun hennar í fortíð-
inni. Islensk þjóðarímynd hefnr verið undir miklum áhrifum ffá hug-
myndum þýska heimspekingsins Johanns Gottfrieds Herder (1744-
1803) um hreinleika og að sérstakt eðli þjóðarinnar birtist í tmtgumál-
inu.11 Þessar hugmyndir voru svo þróaðar áfram af Johann Gottlieb
Fichte.12 Viðhorf Islendinga til sögu lands og þjóðar voru lengi vel und-
ir miklum áhrifum frá hugmyndum Jóns Jónssonar Aðils í alþýðuíyrir-
lestrum hans í upphafi tuttugustu aldar, en þar tengir haun íslenska
þjóðernisvitund við almennar framfarir í landinu í anda hugmynda
Fichtes. Jón skiptdr Islandssögunni í fimm skeið sem í stuttu máli fela í
sér að í upphafi hafi grunnur íslensks þjóðlífs einkennst af fegurð og
glæsileika en síðan hafi Islendingar glatað sjálfstæði sínu og þjóðinni tek-
ið að hnigna og hún siðspillst. A 19. öld reis þjóðin svo upp aftur og end-
urheimti sjálfsvirðingu sína og þrá efdr sjálfstæði.13 Jón vísar til þjóðern-
istilfinningarinnar sem helgrar vættar, sem hulins verndarkrafts sem
hefur haldið þjóðinni „uppi í þrautum og þjáningum og aftrað henni frá
að ofurselja sig útlendum áhrifum.“14 I máli Jóns er þannig lögð áhersla
á þjóðina sem hreina og óspillta og á erlend áhrif sem eitthvað sem reyn-
ir að eyðileggja þennan hreinleika; þjóðernistdlfinningin er það afl sem
spyrnir við slíkum áhrifum. Áherslu Jóns á hreinleika má einnig sjá í orð-
um hans um að Islendingar ættu að vera tryggir sínu „innsta eðli og
varðveita það ungt og óspilt í framtíðinni.“15
11 Sigríður Matthíasdóttir hefur bent á að skilja megi þjóðernishyggju og þjóðernis-
vitund að. Fyrra hugtakið er margþættara og felur í sér að einstaklingsvitund, félags-
og stjórnmálaleg vitund er samfléttuð, en hið síðarnefnda byggist meira á vitund um
þjóðina sem menningarlega og félagslega grundvallareiningu. Þjóðernisvitund
efldist í Evrópu ffá fjórtándu fram á átjándu öld en þjóðemishyggja upphófst ineð
frönsku byltingunni þegar þjóðin var sjálf það tæki sem ríkið sótti vald sitt til (Sig-
ríður Matthíasdóttir, „Réttlæting þjóðernis: Samanburður á alþýðufyrirlestrum Jóns
Aðils og hugmyndum Johanns Gottlieb Fichte“, Skímir 169 (vor 1995), bls. 41).
12 Sigríður Matthíasdóttir, „Réttlæting þjóðernis“, bls. 36-64.
13 Guðmundur Hálfdanarson, „Er íslensk söguendurskoðun útflutningshæf?", bls. 95;
sjá einnig í Jón Jónsson, Islenzkt þjóðemi: Alþýðufyrirlestar, Reykjavík: Sigurður
Rristjánsson, 1903.
14 Jón Jónsson, Islenzkt þjððemi, bls. 245.
15 Sama heimild, bls. 256.
IÓ2