Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 105
HANN VAR BÆÐI MAL- OG HEYRNARLAUS
Fjárfesting til framtíöar
Viðhorf til tungumála og málhafa þess eru nátengd. Hugsanlegt er að
viðhorf til táknmála séu neikvæð vegna þess að viðhorf til heyrnarlausra
voru neikvæð eða að þessu sé öfugt farið. Einu gildir hvor orsökin er,
það sem máli skiptir er að viðhorfin séu jákvæð.
I hugum flestra okkar, sem eigum íslensku að móðurmáli, stendur
hún fyrir marga jákvæða hluti. Sjálfstæði, ríkur bókmenntaarfur, ættjarð-
arsöngvar og fleira í þeim dúr eru þættir sem við tengjum við íslenskuna.
En fyrir hvað stendur íslenska táknmálið? I hugum margra heyrandi
stendur það alveg eins fyrir neikvæða hluti eins og fötlun, skort á ein-
hverju, o.s.frv. Væntanlega hefur það þó jákvæðari mynd í hugum ein-
hverra og mörgum þykir táknmálið fallegt. I hugum heyrnarlausra Is-
lendinga hafa sjálfsagt verið blendnar tilfinningar til táknmálsins.
Neikvæð viðhorf heyrandi hafa haft áhrif á viðhorf heyrnarlausra til
táknmálsins. Þó verður það sífellt meira áberandi hvernig heyrnarlausir
og þá helst þeir sem hafa sterka „döff' sjálfsmynd tengja íslenska tákn-
málið við frelsi, samskipti og hugsanlega sjálfstæði. Þessi viðhorf þarf að
styrkja og varðveita svo komandi kynslóðir fái að alast upp með jákvæð
viðhorf gagnvart móðurmáfi sínu.
Valgerður Stefánsdóttir58 segir viðmælendur sína sem starfa við
kennslu og uppeldi sannfærða um að táknmálið verði að fá betri stöðu á
meðal þeirra sem það umgangast. Bæði þurfi að efla menntun og náms-
efhisgerð sem og kunnáttu á öllum stigum og sviðum. A sama máli er
Hyltenstam, prófessor við Stokkhólmsháskóla, en hann telur að þetta
verði einungis gert með því að veita táknmálum, sem og öðrum minni-
hlutamálum, lagalega viðurkenningu og jafnframt verja meiri peningum
í þau.59 Hyltenstam segir að það endurspegli oft viðhorf samfélagsins í
hvaða tungumál við eyðum fjármunum og þau tungumál sem eytt er í ná
oftast að blómstra (bls. 300). Hér er þá gerður munur á fjárfestingu og
kostnaði, mál meirihlutans er „fjárfesting“ en þeir peningar sem aftur á
móti fara í minnihlutamálin eru „kostnaðnr“. Hann tekur dæmi um það
að litlum fjármunum sé eytt í kennslu móðurmáls minnihlutahópa (bls.
301). I tilviki heyrnarlausra barna er ekkert val, þau þurfa á táknmálinu
58 Valgerður Stefánsdóttir, Málsamfélag heymarlaiisra, bls. 77.
59 Kenneth Hyltenstam, „Role and status of minority languages", Bilingualism in Deaf
Education, bls. 297-310.