Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 126
HANNA ÓLADÓTTIR
að búa til gagnsætt orð yfir svo flókið fyrirbæri. Það eru hans rök fynr
því að nota frekar orðið digital. Kostimir við að annað orðið er íslenskt
að uppruna en hitt ekki virðast hins vegar ekki hafa neitt vægi í þessu
sambandi. Það sem sjálfsagt skiptir þó mesm máli í þessu tilviki er vani,
hvað fólk hefur vanist á að segja.
Sambærilegar lýsingar og skýringar á því hvers vegna sum nýyrði eru
hreinlega „ónothæf1 koma mjög víða fram meðal tdðmælendanna. Eins
og áður segir eru þeir hrifrdr af hugvitsamlega gerðum nýyrðum en hins
vegar hafa þeir skýringar á reiðum höndum af hverju þeim finnst ákveð-
in nýyrði ómöguleg. Ymislegt er tínt til. Þau eru til dæmis ekki nógu vel
kynnt eða koma ekld nógu fljótt fram á sjónarsviðið:
Atli: Mér finnst til dæmis eins og mörg orð sem eru kannski til, sem búið er að
íslenska, eru oft ekki kynnt fyrir manni.
Daði: Það skiptir oft rosalega miklu máb að orðið hafi, þú veist, verið til stað-
ar um leið og maður byrjaði að nota hlutinn.
Onnur skýring er að nýyrðið getur verið óskiljanlegt, til dæmis af því að
það nær ekki merkingu enska orðsins, er ekki nógu lýsandi, ógagnsætt,
of flókið eða tengist óskyldu orði.
Axel: Eg ætla að fá einn mjólkurhristing. Ég hugsa að svona að það liggur við að
afgreiðslustúlkan myndi ekki skilja mig.
Darri: Svo er líka hérna ... Þetta er alveg ffábært maður, ég var nefnilega að spá
í héma í kvöld að fara í teiti og þar mun vera boðið upp íflatböku hahaha.
Hvað segirðu erm að fara til Teits að fíflatköku hjá honurn hahaha?
Einnig er til í dæminu að nýyrði sé talið ómögulegt að gerð og þá óþjált,
þungt, stirt, of langt, tyrfið eða erfitt í ffamburði.
Atli: Þú vilt helst hafa málið þannig að það fljóti þægilega og þarna erm kom-
in með sko ... „Mig vantar einn brúsa af húðmjólkíl ... Svolítið svona fast.
„Attu ekki eitthvað gott bodylotion?“ Miklu þægilegra að segja þetta.
Kristín: Já, eftirsólarhúðmjólk, það er kannski svolítið óþjált.
Að lokum tefla viðmælendur fram rökum sem byggð eru á tilfinningu
eða smekk og finnst nýyrði hreinlega ekki nógu spennandi, hvorki nógu
svalt né kúl, það sé kjánalegt, fáránlegt, út í hött, hallærislegt eða asna-
legt.
I24